Skírnir - 01.04.1997, Page 20
14
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
að dansa, eins og þeir væru að setja á svið sýningu fyrir aðra“
(Xenófón, Anabasis 5.4. 33-34). Þegar einstakt atvik getur á þenn-
an hátt haft áhrif á þau skil sem menn gera á milli líkamshluta,
staða, stétta, kynja, kynþátta og tegunda, þá er erfitt að verjast
þeirri hugsun að heimspeki Díógenesar hafi þrátt fyrir allt verið
nokkuð fullkomin og heilsteypt.
I því sem hér fer á eftir ætla ég að brjóta til mergjar þá einu
örsögu sem varðveist hefur í heimild frá samtíð Díógenesar.
Aristóteles segir: „Hundurinn var vanur að kalla knæpurnar
attísk mötuneyti" (ho Kyön de ta kapéleia [ekalei] ta Attika fi-
ditia; Mælskulistin 3.10, 1411a24-25).
Mötuneytin eða fiditia voru hinar þekktu spartversku stofn-
anir þar sem fimmtán samborgarar eða þar um bil snæddu saman.
Sameiginlegar máltíðir, til dæmis á markaðinum, nutu hylli
Kýníka. Kýníkinn Onesikrítos, sem ritaði rómantíska sagnfræði
um baráttu sína gegn Alexander mikla, segir til að mynda frá
paradísinni Shangri La þar sem íbúarnir snæddu í syssitia (hjá
Straboni 15.1.34). En hvað var það sem vakti aðdáun Kýníka á
þeim spartverska sið að snæða sameiginlega? Eitt af helstu við-
fangsefnum Kýníka var evteleia eða fábrotið og yfirlætislaust líf,
og má nefna sem dæmi hina alkunnu sögu af því þegar Díógenes
sá barn drekka úr lúkum sínum og hann fleygði frá sér könnu
sinni með þeim orðum að barnið hefði sigrað hann í evteleia
(D.L. 6.37). Og enda þótt ýmsar ástæður hafi verið raktar fyrir
því að Lýkúrgos stofnaði fiditia, þá leggja tvær nákvæmustu frá-
sagnirnar um tilefni hans áherslu á að fiditia stuðli mjög eindreg-
ið að fábrotnu lífi.12 En vandi okkar virðist nú sýnu stærri. Því
hvað er svona „fábrotið" við það að hópur manna borði saman í
almenningsmötuneyti ?
Til að svara þessari spurningu skulum við snúa okkur að hin-
um attísku fiditia eða kapéleia. Fiditia - hin spartversku fiditia -
eru gömul og virðuleg stofnun. Kapéleia eru á hinn bóginn
ósæmileg nýbreytni. Isokrates segir okkur að í þá gömlu góðu
12 Díonysíos frá Halikarnassos 2.23; Plútarkos, Ævi Lýkúrgosar 12. Það er at-
hyglisvert að endurreisn philitia [svo] (Fílostratos, Ævi Appolloníosar 4.27) fól
í sér endurreisn karlmennsku og festu.