Skírnir - 01.04.1997, Page 21
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
15
daga hafi „enginn, ekki einu sinni heiðvirður þræll, þorað að
neyta matar eða drykkjar í kapéleion (7.49). Og jafnvel á hinni
spilltu fjórðu öld fyllast allir Aþenubúar með snefil af sjálfsvirð-
ingu blygðun ef þeir sjást í kapéleion. „Díógenes gerði hnyttilega
athugasemd við ungan mann sem hafði sést í kapéleion og var að
láta sig hverfa niður í kjallarann. Hann sagði: „Því innar sem þú
hörfar, þeim mun frekar ertu inni í kapéleion.““ (Plútarkos, Um
framfarir í dyggð 11, bls. 82c-d).13 „Eitt sinn sat Díógenes að
morgunverði inni í kapéleion þegar Demosþenes átti leið þar hjá.
Díógenes bauð honum inn, en þegar Demosþenes skeytti því
engu sagði Díógenes: „Blygðastu þín, Demosþenes, fyrir að
ganga inn í kapéleion'i Ég skal segja þér að hingað mun meistari
þinn koma á hverjum degi.“ Hér vísar hann til hins almenna
manns og bendir á að stjórnmálamenn og mælskumenn séu þræl-
ar fjöldans“ (Aelianus, Ymsar rannsóknir 9.19). Hvað er svona
skammarlegt við kapéleion? Og þegar einhver sér þig þar inni,
hvernig geturðu þá dregið úr skömm þinni með því að hverfa
lengra inn í húsið?
Egyptar borða á strætum úti, en ekki Grikkir (Herodótos
2.35.3). Reyndar virðist Grikkjum - að minnsta kosti þeim hluta
þeirra sem ekki er dórískur - hafa hrosið hugur við að borða á al-
mannafæri. Þannig gat Díógenes hneykslað, bæði með rökhend-
um sínum um morgunverð á markaðinum og enn frekar með því
að borða þar sjálfur (D.L. 6.58). En Grikki flökraði ekki bara við
því að borða á almannafæri. Þeim mislíkaði hvers kyns með-
höndlun matvæla á almannafæri. Það virðist hafa orðið eitt helsta
inngönguskilyrðið í skóla Kýníka að menn ynnu bug á slíkum
ótta. Einn féll á prófinu þegar hann neitaði að bera túnfisk; annar
þegar hann neitaði að bera oststykki sem kostaði hálfa óbólu
(D.L. 6.36). Annað skemmtilega saurugt afbrigði sögunnar fjallar
ekki um Díógenes heldur arftaka hans, Krates. Krates rétti ung-
um manni „krukku með linsubaunakássu sem hann átti að bera í
gegnum Kerameikos. Þegar Krates sá að hann blygðaðist sín og
reyndi að fela krukkuna, þá sló hann í hana með staf sínum og
13 Aðra gerð er að finna í Plútarkosi, Ævi Lýkúrgosar 8, bls. 847 og áfram (í
þessari gerð er ungi maðurinn Demosþenes).