Skírnir - 01.04.1997, Page 22
16
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
mölvaði hana. Ungi maðurinn lagði á flótta og linsubaunakássan
rann niður eftir fótleggjum hans“ (D.L. 7.3.). Þessi ungi maður
var Zenon frá Kitíon. Hann gafst upp á að verða hundur og
stofnaði stóuspekina þess í stað. Þessi gamansaga lýsir í hnot-
skurn sambandi stóískrar siðfræði og kýníkisma. Stóumenn geta
byrjað á því að fullyrða að dyggðin ein sé góð, lestir vondir og
allt annað varði þá engu. En þeir þora ekki að breyta í samræmi
við sínar eigin lífsreglur. Þess vegna segja þeir um tvennt sem
engu máli skiptir, að þeim leyfist að „velja“ annað en „hafna“
hinu.14 Stóuspekin er hundaheimspeki sniðin að þörfum kjúkl-
inga.
Nokkur dæmi úr Manngerðum Þeófrastosar sýna hvílík
skömm það hefur verið að eiga við matvæli á almannafæri. Það er
óþokkinn sem stendur við ávaxtaborðið þegar markaðstorgið er
krökkt af fólki og smjattar og kjaftar við kaupmanninn (ho
bdelyros, 11.4). Og hrokafulli maðurinn fer út í hinar öfgarnar og
vill helst ekki að nokkur sjái sig borða, jafnvel á sínu eigin heim-
ili: þegar hann býður vinum sínum í mat lætur hann undirtyllu
sína hafa ofan af fyrir þeim og neitar að borða með þeim; og eng-
inn fær að vera viðstaddur meðan hann snæðir (ho huperefanos,
24.9-11). Það er engu sómasamlegra að kaupa mat en að neyta
hans. Það er siður manna að senda þræla sína til að kaupa í mat-
inn. Jafnvel hinn tortryggni gerir það: hann óttast að vísu að
þrællinn hlunnfari sig; þó sendir hinn tortryggni annan þræl á
eftir hinum til að njósna um hann, fremur en að kaupa matinn
sjálfur, og hann forðast jafnvel að ráðskast með innkaupin (ho
apistos, 18.2). Dindilmennið forðast að koma nálægt búðarborð-
unum, en á markaðstorginu verður honum tíðreikað inn í bank-
ana (ho mikrofilotimos, 21.13). Þær manngerðir sem kaupa sjálfar
í matinn eru óþokkinn fho bdelyros, 11.7) og smásálin (ho aneleu-
þeros, 22.7). Sá síðarnefndi er svo skeytingarlaus um heiður sinn
að hann ber matinn sjálfur í kyrtilfellingunni af því að hann er
svo nískur (en toi prokolpiöi).
14 A. A. Long og D. N. Sedley, The Hellenistic Philosophers, (Cambridge, 1987),
58. hluti.