Skírnir - 01.04.1997, Side 25
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
19
ur lofttegunda úr kviðarholi skoplegur, með jafn ríkum rétti og
hvað annað í reynslu okkar“.19
Við höfum þefað nógu lengi af þessum ljósastaur. Við skulum
halda áfram rölti okkar um attísk mötuneyti og knæpur. Spart-
verjar láta ekkert aftra sér frá að borða með öðrum á almennings-
stöðum, en slíkt myndi vekja Aþenubúum óréttmætan viðbjóð.
Eflaust er tilgangurinn með því að vekja athygli á þessu að hluta
til sá að grafa undan aþenskum tabúum. En vakti það einnig fyrir
Díógenesi að hrósa Spartverjum? Var hann að taka afstöðu með
spartverskri fámennisstjórn?
Slíkt hefur verið gefið í skyn: „Attíkubúi nokkur bauð honum
byrginn eitt sinn fyrir að hrósa Spartverjum, en verja ekki tíma
sínum hjá þeim. Hann svaraði: „Ekki ver læknir, sem er fær um
að gera menn heilbrigða, tíma sínum hjá þeim sem eru orðnir
heilbrigðir““ (Stobajos 3.13.43). En þegar Jesús gaf sömu skýr-
ingu á því, hvers vegna hann umgekkst syndara og tollheimtu-
menn, þá átti hann ekki við að þeir væru einu manneskjurnar sem
þyrftu hans við (Matt. 9:11-12).20 Það getur líka verið að fleira
búi undir aðdáun Díógenesar á Spörtu. Lítum á þessa sögu: „Þeg-
ar hann var á leið frá Spörtu til Aþenu, var hann spurður: „Hvað-
an kemur þú? Og hvert ertu að fara?“ Díógenes svaraði: „Eg er á
leið frá hýbýlum karla til hýbýla kvenna““ (ek tés andrönitidos
eis tén gunaikönitin\ D.L. 6.59). Því hefur verið haldið fram að í
þessari örsögu sé verið að hylla spartverska karlmennsku. En sú
er ekki aðalmerking sögunnar. Orð Díógenesar væru til þess fall-
in að vekja hverjum Aþenubúa hroll og þeim fyndist vera farið út
fyrir velsæmismörk sem þeir vildu virða. Lysías segir: „Hann
kom heim að nóttu til, drukkinn. Hann braut hurðina og fór inn í
herbergi kvennanna, en þar inni voru systir mín og frænkur. Þær
hafa lifað svo dyggðugu lífi að þær blygðast sín jafnvel fyrir að
láta aðra í fjölskyldunni sjá sig“ (3.6). En þeir sem á annað borð
eru færir um að hugsa skýrt eftir slíkt áfall hljóta að álykta sem
19 K. J. Dover, Aristophanic Comedy, (Berkeley og Los Angeles, 1972), bls. 41.
20 Sjá F. Gerald Downing, Cynics and Christian Origins, (Edinborg, 1992), þar
sem gerð er ítarleg grein fyrir áhrifum kýníkisma á frumkristni. Mér virðist
margt í þeirri grein vera byggt á óskhyggju.