Skírnir - 01.04.1997, Síða 26
20
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
svo að þessi skil á milli hýbýla manna og kvenna, eða einnar
borgar og annarrar, skipti í raun og veru engu máli. Onnur örsaga
tengd Spörtu er með enn meira sleifarlagi: „Þegar hann var spurð-
ur, hvar góða menn væri að finna á Grikklandi, svaraði hann:
„Góða menn, hvergi, en góða drengi í Spörtu““ (D.L. 6.27;
Arseníos bls. 198, 11. 23-25). Enn ein örsaga er af gildum ástæð-
um blátt áfram fjandsamleg spartverskri sýndarmennsku: „Díó-
genes fór til Ólympíu á hátíð og sá þar nokkra skartbúna
(polytelös) unga menn frá Ródos. „Þetta er tilgerð", sagði hann.
Síðan mætti hann nokkrum Spartverjum í fábrotnum og óhrein-
um kyrtlum með aðeins einni ermi.21 Og hann sagði: „Þetta er
meiri tilgerð“.“22
Þegar Díógenes kallaði kapéleia attísk fiditia, tel ég að hann
hafi haft fleira í hyggju en að samþykkja þá Spörtudýrkun sem
tíðkaðist í vissum aþenskum klíkum. Eg hygg að hann hafi verið
að reyna að ganga fram af þeim spörtudýrkandi aðalsmönnum í
Aþenu sem fannst, eins og Platon í Lögunum (918d6-920c8), að
kapéleia séu undantekningarlaust viðbjóðsleg.
Enn hef ég ekki tekið fyrir mikilvægasta þáttinn í örsögu
Aristótelesar. Hann vísar ekki til Díógenesar undir því nafni,
heldur kallar hann einfaldlega ho kyön. Slík nafngift gefur til
kynna að Díógenes hafi ekki látið sér nægja að nefna hunda sem
góða fyrirmynd handa okkur. Pyrrhon var ekki kallaður Pyrrhon
grís, en „þegar samskipsmenn hans urðu óttaslegnir í stormi, hélt
hann ró sinni og stillingu og benti á grís um borð sem hélt áfram
að éta, og hann sagði við þá að slíkt jafnaðargeð hæfði vitrum
mönnum“ (Poseidoníos brot 287 hjá D.L. 9.68). Ekki var Díó-
genes heldur kallaður Díógenes mús, þótt hann „hafi horft á mús
hlaupa fram og aftur án þess að leita sér athvarfs, án myrkfælni og
21 Exömisi. Ef marka má Liddell & Scott var Exömisis klæðnaður sem þrælar, fá-
tæklingar og Kýníkar gengu í (athuga ber að Liddell & Scott taka ranglega
dæmi frá Aelianusi um að Lakóníubúar hafi gengið í slíkum klæðum: Aelianus
talar um Lakedaimoniois).
22 Aelianus, Ymsar rannsóknir 9.34. Samanber söguna af Platon að ásaka Díó-
genes um stærilæti (D.L. 6.26). Samanber einnig spakmælið: „Hvernig verð ég
frægur?" „Með því að fyrirlíta frægðina" (t.d. Lúkíanos, Til varnar Myndum
17). Fyrir kýníska lykilorðið tyfos (tilgerð) sjá F. Decleva Caizzi, „tyfos:
contributo alla storia di un concetto", Scanalion 3 (1980) 53-66.