Skírnir - 01.04.1997, Qupperneq 27
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
21
án þess að leita uppi nokkra þá hluti sem til lystisemda teljast;
þannig uppgötvaði hann aðferð til að laga sig að aðstæðum“
(Þeófrastos hjá D.L. 6.22; sbr. Plútarkos, Um framfarir í dyggð 5,
bls. 77e-f og Aelianus, Ymsar rannsóknir 13.26).
Til að skilja hinn nána skyldleika Díógenesar með hundum
verðum við að átta okkur á því, hvaða merkingu hundar höfðu í
hugum Forn-Grikkja. Eðli hunda er sennilega sjálfu sér líkt í
hvaða þjóðfélagi sem er. En viðhorf manna til þeirra geta verið
breytileg, og þau eru það reyndar. Vinur minn frá Perú reyndi
eitt sinn að tilfæra eftir minni þau ummæli Mills að það sé betra
að vera óánægð manneskja en ánægt svín.23 Vinur minn gerði þau
mistök að segja „hundur“ í staðinn fyrir „svín“. I eyrum Perú-
mannsins skiptu mistökin engu máli; í enskum eyrum mínum
breyttust augljós sannindi í þversögn. Hvers væntu menn; hvaða
klisjur og munnmæli kviknuðu í hugum manna þegar Díógenes
var kallaður „hundurinn“ ?
Hundar geta verið afar nytsamlegir. Til dæmis „geta þeir ann-
ast heimilishald fyrir þá sem hafa tamið þá; og fátækum manni
nægir að hafa hund fyrir þræl“ (Aelianus, Um eðli dýranna 6.10);
það var merki um algjöra örbirgð að eiga ekki einu sinni hund
(Longos 1.16.2). En hundar geta líka verið ótrúlega illskeyttir.
Aristóteles segir þá vera grimma í eðli sínu (Um svipfrœði 4.6); í
dæmisögum Phaedrusar kemur fyrir rógberi í hundsgervi
(1.17.2); og Klearkos segir skefjalausa grimmd vera eitt einkenni
hunda (hjá Aþenajosi 13.93). Það er ekki aðeins að hundar séu
ósvífnir. Þeir eru vísir til að urra og glefsa, þótt farið sé að þeim í
góðu. Til er algengt máltæki um áhættuna sem fylgir því að hjálpa
hundi sem fallið hefur ofan í brunn;24 Isokrates fer með hugsun-
ina á bakvið máltækið eins og hún liggi að meira eða minna leyti í
23 John Stuart Mill, Utilitarianism, (London, 1964), bls. 9. Sjá Stith Thompson,
endurskoðuð og aukin útgáfa, (6 bindi, Kaupmannahöfn, 1958), 6. bindi, bls.
218-23 til að fá betri skilning á margvíslegri hegðun hunda í mismunandi
menningarsamfélögum. Sjá einnig Saara Lilja, Dogs in Ancient Greek Poetry,
(Helsinki, 1976), = Commentationes Humanarum Litteratum, 56. bindi;
Mariarosaria Pugliarello, Le origini della favolistica classica, (Brescia, 1973), =
Antichita classica e christiana, 11. bindi, bls. 67-81.
24 Sjá Menander, Hinn fúllyndi 633 og athugasemd Handleys.