Skírnir - 01.04.1997, Page 28
22
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
augum uppi, en hann ber saman þá athöfn að hjálpa vondum
mönnum og að gefa ókunnum hundum að éta; þeir urra á vel-
gjörðarmenn sína (1.29). Auk þess getur hundsbit verið blátt
áfram hættulegt. Það má nefna hunda í sömu andrá og umferð og
kletta: Pyrrhon var að sögn þvílíkur snillingur í því að trúa engu
að hann þarfnaðist vina sinna til að bjarga honum frá þessu
þrennu (Antigonós hjá D.L. 9.62). Evripídes hefði betur átt slíka
vini: þeir hefðu getað forðað honum frá þeim örlögum að vera
drepinn af hundum (Díodóros frá Sikiley 13.103.5).25
Hundar eru fleira en grautarlegt sambland af háttvísi og ill-
girni. Þeir geta gert furðulegustu hluti með skynfærum sínum.
Þegar hvolpablindan er farin af þeim, hafa hundar yfirleitt skarp-
ari sjón en öll önnur dýr (Aelianus, Um eðli dýranna 10.45). Þeir
hafa einnig svo næmt lyktarskyn að ógerningur er að fá hund til
að éta steikt hundakjöt, þótt það sé lævíslega falið í dýrindis sósu
(Aelianus, Um eðli dýranna 4.40).26 Öfugt við fólkið á Iþöku
þekkti Argos, hundur Odysseifs, húsbónda sinn eftir tuttugu ár:
og öfugt við flesta íbúa Iþöku tók Argos vingjarnlega á móti hon-
um (Od. 17.290-327). En hundar hafa ekki aðeins skörp skynfæri;
þeir hafa einnig mikla ánægju af að beita þeim: samkvæmt saman-
burði Semonídesar á konum og dýrum vekur forvitni tíkurinnar
meiri gremju og er óviðráðanlegri en forvitni konunnar
(Semonídes 7.12-20). Platon mærir í kaldhæðni þekkingarþorsta
hunda. I Ríkinu sýnir hundur viskuást sína með því að bregðast á
ólíkan hátt við þeim sem hann sér: honum gremst ef hann sér
ókunnugan mann, enda þótt hann hafi aldrei reynt manninn að
neinu illu; en sjái hundurinn einhvern sem hann þekkir, heilsar
hann þeim kunnuglega manni fagnandi, enda þótt hann hafi
aldrei reynt hann að neinu góðu (376a5-7).27
25 Sjá Gow um Þeókrítos til að fá'annað dæmi um slíkan dauðdaga. Sjá einnig
Aelianus, Um eðli dýranna 11.19 og Suda undir fyrirsögninni Hérakleitos.
26 Samkvæmt Makaríosi V 37 er „hundseyra“ algengt orð yfir þá sem heyra vel.
Makaríos var uppi á 15. öld, en orðið kann að hafa verið notað frá fornu fari.
27 Sem hugsanlega fyrirmynd að þessu, sjá Grattius 393-98: til að koma í veg fyr-
ir hundaæði getur maður skorið tunguna úr hvolpi; þó mun hann flaðra upp
um mann áður en rökkvar. Þetta er sennileg fyrirmynd, því að sannur Kýníki
gæti litið á æðruleysi hvolpsins andspænis svo sársaukafullum aðgerðum gegn
hundaæði sem merki um visku.