Skírnir - 01.04.1997, Side 30
24
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
hvað varðar: „Það var annaðhvort Pétur eða Páll sem gerði þetta; það var
ekki Páll; ergo,“ [...], þá er auðvitað ekki hægt að kalla þetta ályktun
fremur en ef ég bryti kexköku í tvennt, fleygði frá mér öðrum helm-
ingnum og segði um hinn helminginn: „Þetta er það sem eftir er.“28
Auðvitað er það rangt hjá Newman að þessi ályktun sé engin
ályktun. En villa hans er ekki tilefnislaus. Fánýti slíkra ályktana
sést til dæmis á því, hve stórt hlutverk þær hafa leikið í nýjustu
rannsóknum á gervigreind: þær eru svo einfaldar að algengasta
leiðin til þess að láta tölvur sanna kennisetningar á vélrænan hátt
er að nota fimmtu rökhenduna, eða eins og það heitir á fagmáli
„úrlausn".29 Með því að gæða hundinn svo áþreifanlegri og ein-
faldri ályktunargáfu öðlast þessar gömlu frásagnir sennileika sem
þær myndi skorta, ef þær héldu því til dæmis fram að hundar
sönnuðu talnafræðilegar meginreglur með stærðfræðilegri þrepa-
sönnun. En þessar frásagnir gæta þess vel að ályktunargáfa
hundsins sé ekki of einföld: hundurinn er ekki látinn draga álykt-
un með því að útiloka einn möguleika af tveimur, heldur eru þær
kröfur gerðar að hann útiloki tvo möguleika af þremur.
Ffvort sem það er rökleiðslugáfu þeirra að þakka, eða sérstak-
lega næmri skynjun sem hefur þróast með þeim, þá eru hundar
færir um að taka eftir ýmsu sem mannfólkinu sést oft yfir. Eitt
sinn heimsótti Aþena Odysseif í gervi kvenmanns. Telemakkos sá
hana ekki, en það gerðu hundarnir. En það var ekki nóg með að
þeir yrðu varir við nærveru gestsins: þeir áttuðu sig einnig á því
að hér var enginn venjulegur gestur á ferð; og þeir sýndu það með
því að þjóta ýlandi í burtu í stað þess að gelta að henni (Od.
16.157-63). Þeir hundar sem ólust upp í hofi Aþenu í Dáníu gátu
gert mannamun eftir þjóðerni: þeir flöðruðu upp um Grikki en
geltu að barbörum (Aristóteles, Merkileg fyrirbæri 109; Aelianus,
Um eðli dýranna 11.5). Hundar eru sérstaklega næmir fyrir
monti og tilgerð. Ef þeir gera sig líklega til að ráðast á mann, er
best að fara að dæmi Odysseifs og setjast auðmjúklega niður (Od.
28 john Henry Newraan, An Essay in Aid of a Grammar of Assent, (London,
1906), bls. 287n.
29 Þessa glósu fékk ég hjá gömlum nemanda mínum, David Randell.