Skírnir - 01.04.1997, Page 31
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
25
14.31).30 Næmi hunda fyrir monti og tilgerð og óbeit þeirra á því
má kannski setja í samband við annað sérkenni þeirra: það er að
segja, næmi þeirra fyrir löstum af öllu tagi og óbeit þeirra á þeim.
Ef marka má Plinius er unnt að finna besta hvolpinn í goti með
því að athuga hvaða hvolp móðirin flytur fyrst inn í hundabyrgið
{Náttúrurannsóknir 8.151). Ef marka má Nemesianus getur ást
tíkurinnar og þekking á dyggðum vísað manni á þann hvolp í
einu goti sem vert er að ala, jafnvel áður en hvolparnir hafa opnað
augun. Þetta næst með því að kveikja eld í kringum hvolpana
(Um veiðar 133-50). Móðirin hleypur þá til þeirra í því skyni að
bjarga þeim og ber einn í einu inn í hundabyrgið. Og hún bjargar
þeim í réttri röð miðað við verðleika þeirra. Sú staðreynd að
móðirin missir ekki stjórn á sér við þessar aðstæður, þrátt fyrir
annálaða hneigð sína til að vernda afkvæmi sín með kjafti og
klóm (Aristóteles, Vandamál 10.35, Aelianus, Um eðli dýranna
6.18.5; Semonídes 7.33-34), sýnir hversu mjög henni er annt um
dyggðina. Hundar að fornu létu sér ekki nægja að verðlauna
dyggðir og refsa fyrir lesti sinnar eigin tegundar. Skemmst er að
minnast þeirrar viturlegu umhyggju fyrir dyggð í gróðurríkinu
sem Aratos ætlar að hundastjarnan Síríus beri:
[...] sem er hann rís með sólinni
lætur ekki blekkjast af laufguðum trjám
sem engan ávöxt bera. Því hann skýst gegnum trjágrúann
skjótt og mismunar trjánum að vild.
Sum styrkir hann, á öðrum lætur hann börkinn
visna og deyja.31
30 Aðrar heimildir sem geta um þessa aðferð eru Aristóteles, Mxlskulistin 2.3,
1380a25-26, Plinius, Náttúrurannsóknir 8.146, og Plútarkos, Hvort dýr láðs
eða lagar séu byggnari 15, 970e.
31 Fyrirbœrin 332-35. Meðal annarra orða, hvers vegna er Síríus kölluð hundur-
inn? Biaion esti kai evgnömon to zöion kaipyretö (það er öflugt og hyggið dýr
og líkt brennandi eldi) er svarið sem gefið er í Artemidóros, Draumráðningar
118.23-119.1 í einu handriti. í öðru handriti sem prentað er í Teubner-útgáfu
Packs er að finna afbrigðið agnömon (vitlaust). Samsvörunin við Aratos og
fleiri sannanir fyrir visku hunda sem tilfærðar eru í greininni styðja evgnömon
(hyggið).