Skírnir - 01.04.1997, Page 33
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
27
hjá Aelianusi, Um eðli dýranna 11.20). Nóttina sem Apolloníos
frá Týana var tekinn í guðatölu kom hann að hofi Artemisar á
Krít. Varðhundarnir fögnuðu honum betur en þeir hefðu fagnað
nokkrum öðrum manni, eins þótt sá væri þeim vel kunnugur. En
hinir mennsku verðir hofsins voru ónæmir fyrir stórkostlegum
dyggðum Apolloníosar: þeir tóku hann höndum (Fílostratos,
Ævi Appoloníusar 8.30). Kapparos hét varðhundur við hof
Asklepíosar í Aþenu. Þjófur braust inn í hofið og hafði á brott
með sér þá dýrgripi sem auðvelt var að bera. Þjófurinn reyndi að
hrekja Kapparos í burtu með steinum og einnig að lokka hann í
burtu með mat. Engu að síður fylgdi hundurinn þjófinum fast
eftir og urraði á hann, en flaðraði upp um hvern þann sakleys-
ingja sem varð á vegi þeirra. Eftir langa mæðu tókst hundinum að
fá menn til að handtaka þjófinn. Það er gaman að geta þess að
Kapparosi var sýndur hinn mesti sómi sem Aþena gat veitt: frítt
fæði á kostnað hins opinbera það sem eftir var ævinnar, líkt og
hann væri sigursæll íþróttamaður (Plútarkos, Hvort dýr láðs eða
lagarséu hyggnari 13; Aelianus, Um eðli dýranna 7.13).32 Hundar
í rómverskum hofum áttu einnig til að sýna slíka glöggskyggni:
Scipio Africanus var svo dyggðugur maður að þegar hann gekk á
næturþeli til bæna inn í hof Júpíters á Kapítolhæð, létu hundarnir
hann í friði, þótt þeir réðust á alla aðra (Aulus Gellius 7.1.6).
Hundar geta verið afar glöggir að gera greinarmun, til dæmis á
dyggðum og löstum. En á sumu hirða þeir ekki um að gera grein-
armun. Þeir láta sig litlu varða greinarmuninn á milli háska og ör-
yggis, sársauka og vellíðunar. Það hvernig tík verður alhress óðar
en hún hefur gotið hvolpum sínum segir Aelianus að eigi sér ekki
hliðstæðu hjá mannfólkinu (Um eðli dýranna 7.12). Hundar eru
þekktir fyrir dirfsku og áræði: Aristogeiton var kallaður „hundur
Kydimakkusar“ vegna hugrekkis síns (Pollux 5.65); í Meyjar í
nauðum (758-59) eftir Æskylos stendur kynoþraseis, þeón ouden
epaiontes (grimmir sem hundar og hirða lítt um goðin); og sá sem
„sýndi dirfsku fyrir réttlætis sakir“ var kallaður „hundur í hlið-
32
Slík verðlaun voru einnig veitt múlösnu sem hafði fengið frelsi að launum fyr-
ir skyldurækni sína, en sneri aftur til vinnu sem sjálfboðaliði (Plútarkos, Cato
5).