Skírnir - 01.04.1997, Page 34
28
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
inu“ (Corpus Paroemiographorum Graecorum 1. bindi, Viðauki
III 53).
Ekki þarf að koma á óvart að hundar eru náttúraðir fyrir stríð.
Æneias Takitos gefur mönnum í umsetnum bæjum það ráð að
binda hunda sína þegar óvinirnir búast til árásar; annars muni
þeir þjóta í bardagann og flækjast fyrir hermönnunum (38.2-3).
Aðrar heimildir, sem hirða minna en Æneias um að gefa okkur
herfræðileg heilræði, herma að hundar séu ekki aðeins náttúraðir
fyrir stríð, heldur hafi þeir hæfileika á því sviði. Hundur sem
barðist við Maraþon var hylltur fyrir það í Stóu Poikile (Aelian-
us, Um eðli dýranna 7.38); eitt sinn komu Akkear fyrir setuliði í
Akrókórintu með fjögur hundruð fótgönguliðum og fimmtíu
hundum ásamt jafn mörgum umsjónarmönnum þeirra (Plútar-
kos, Aratos 24); hundar Hyrkaníumanna og Magnesíumanna fóru
í herleiðangra með húsbændum sínum og reyndust til mikils
gagns (Aelianus, Um eðli dýranna 7.38); íbúar í Kólofon og
Kastabulon buðu fram herdeild sem samanstóð af hundum ein-
um, og bar það góðan árangur (Plinius, Náttúrurannsóknir
8.143).
Hundar hafa einnig hæfileika til annarskonar ofbeldis og sýna
því áhuga. Sagt er að hundur nokkur hafi átt alls kostar við ljón
og meira að segja drepið naut (Strabon 15.1.37). Eitt sinn gaf
konungur Albaníu Alexander mikla hund. Hundurinn fitjaði upp
á trýnið og lét sér fátt finnast um þá birni, villigelti og hirti sem
honum var boðið að berjast við, og þess vegna lét Alexander
farga honum. Konungurinn frétti þetta og sendi Alexander eina
hundinn sem hann átti eftir sömu tegundar með þeim tilmælum
að hann léti hundinn berjast við stærri dýr. Eins og vera ber var
hundurinn látinn berjast við ljón og fíl. Honum þótti ómaksins
vert að leggja til atlögu við þessar skepnur og „með vígkænsku
sinni“ réð hann niðurlögum þeirra (Plinius, Náttúrurannsóknir
8.149-50). I annarri gerð sögunnar sýnir hundurinn þrautseigju
fremur en leikni, en þar er hann einnig látinn hafna því að berjast
við aðra en verðuga andstæðinga. I þetta sinn snefsaði hann frá
hirti, villigelti og birni, en réðst óður og uppvægur til atlögu við
ljón. Menn Alexanders skáru fyrst skott hundsins, síðan fæturna
fjóra hvern á eftir öðrum. Loks skáru þeir búkinn. Þrátt fyrir