Skírnir - 01.04.1997, Page 35
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
29
þetta linaðist bit hundsins ekki. í þetta sinn lét Alexander ekki
huggast vegna dauða hundsins fyrr en hann hafði fengið fjóra til
viðbótar af sömu tegund (Aelianus, Um eðli dýranna 8.1).33
Kynferðisleg hegðun hunda sýnir hversu fá takmörk þeir
virða. I munnmælum er haft að hundar eðli sig á almannafæri
(Þeófrastos, Manngerðir 28.3). Demokrítos hélt því fram að tíkur
hefðu „mörg móðurlíf og líkamshluta sem gætu tekið við sæði“
(hjá Aelianusi, Um eðli dýranna 12.16); ekki sé unnt að fylla þá
alla í einni lotu og þess vegna sé hundum tamt að makast tvisvar
til þrisvar sinnum í rennu. Hér ættum við að verða furðu lostin,
þó ekki svo mjög vegna niðurstaðna Demókrítosar, heldur vegna
hinnar órökstuddu skoðunar hans að hundar eðli sig svona mik-
ið. Þar sem slíkar skoðanir hafa átt miklu fylgi að fagna hefur
Aristóteles eflaust séð sig knúinn til að gera þá athugasemd að
„tíkur verða kviðugar við ein mök; þetta verður einkum ljóst af
leynilegum mökum“ (Rannsóknir á dýrum 6.20.1). Aristóteles
segir okkur að hundar og skyld dýr, það er að segja refir og úlfar,
séu sérstaklega hneigð fyrir að maka sig með öðrum tegundum
(Um fæðingu dýra 2.7.9). Þeir einskorða sig ekki einu sinni við að
maka sig með tegundum sem líkjast þeim sjálfum. Fyrir utan mök
þeirra við refi (t.d. Xenofon, Um veiðar 3.1) og úlfa (t.d.
Aristóteles, Rannsóknir á dýrum 8.28.13, Plinius, Náttúrurann-
sóknir 8.148) eru til frásagnir af mökum hunda við ljón
(Aristóteles, Um fæðingu dýra 747a34-36; Pollux, Orðaskrá
5.38), við tígrisdýr (Aristóteles, Rannsóknir á dýrum 8.28.14;
Grattius, Um veiðar 161-66; Aelianus, Um eðli dýranna 8.1;
Plinius, Náttúrurannsóknir 8.148) og jafnvel við menn: maður
nokkur vændi eiginkonu sína um hórdóm með hundi frá Róm
(Aelianus, Um eðli dýranna 7.19). Á torginu í Aþenu hefur varð-
veist veggmynd af hundi sem er að fara upp á manneskju af
óvissu kyni aftan frá.34 Það sætir því lítilli furðu að þegar Melea-
33 Þriðju gerð sögunnar er að finna í Apostolíos X 32. Það kann að vera vert að
rifja upp forna ritskýringu á Vespum Aristófanesar (898) þar sem þanatos
kyneios (hundslegur dauði) er skýrt með khalepos estin ho tou kynos þanatos
duskherös gar afiési to pnevma (dauði hunds er erfiður, því það er þungbært
að geispa golunni).
34 Mabel Lang, Graffiti in the Athenian agora, Excavations of the Athenian
Agora Picture Book nr. 14 (Princeton, N.J., 1974), mynd 30.