Skírnir - 01.04.1997, Side 36
30
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
ger álasar augum sínum fyrir dirfskufulla kynferðislega lausung
ávarpar hann þau sempaidön kynes (Anthologia Graeca 12.92.1 =
Epigrammata Graeca 4665 eftir Page). Það er heldur engin furða
að „hinn fjöllyndi hundur gyðjunnar miklu“ (megalas þeou kyna
pantodapon, Pindaros brot 86 Bowra) skuli vera sú nafngift sem
Pan, leiðtogi hinna hömlulausu og hjólgröðu satýra,35 fær hjá
Ólympsguðum, enda er hann sá guðanna sem með sköpulagi sínu
rýfur þau skil sem ríkja á milli manns og dýrs. Þess vegna er ekki
að undra þótt orðið kyön sé stundum notað um kynfæri (Liddell
& Scott undir kyön VII).
Hundar brjóta ekki aðeins gegn siðavenjum í kynferðismál-
um, heldur einnig með mataræði sínu. Það kann að vera rétt hjá
Aelianusi að hundar fúlsi við steiktu hundakjöti (Um eðli
dýranna 4.40). Hitt er jafn víst að það er eina fæðan sem þeir
fúlsa við. Aristófanes segir að hundar séu engu vandfýsnari í
fæðuvali en svín (Friður 24). Klearkos tekur undir þessa skoðun
Aristófanesar: eitt helsta einkenni hunda og hið ógeðslegasta er
að þeir éta allt sem að kjafti kemur (hjá Aþenajosi 13.93). Hundar
eru hræætur eins og fuglar. Reyndar birtast þeir iðulega í sögu-
ljóðum, harmleikjum og sagnaritum sem hræætur manna.36 Þar
gæða þeir sér einatt á líkum fólks sem dáið hefur úr drepsótt, þó
er það ekki einhlítt. Hundar leggja sér einnig annarskonar hræ til
munns: og sagt er að þeir hafi góða lyst á leðri, þótt það sé
ómeltanlegt.37 Hundar eru ekki eingöngu sólgnir í hræ. Þeógnis
lést vera hundur og lét í ljósi þá ósk að fá að drekka blóð óvinar
síns (347-49). I Ríkinu talar Platon um það sem fasta venju í þjálf-
un hvolpa að láta þá finna blóðbragð (537a). Erninum sem kemur
til að pína Prómeþeif lifandi lýsir Æskylos sem „vængjuðum
hundi“ (Prómeþeifur bundinn 1022). Onesikrítos sem sjálfur var
Kýníki kvað það vera sið hirðingja í Baktríu að ala þar til tamda
hunda á gamalmennum og sjúklingum (hjá Straboni 11.11.13).
35 Sjá K. J. Dover, Greek Homosexuality, (London, 1978), bls. 97, en þar er lang-
ur listi um vasa sem sýna satýra í margvíslegum kynferðislegum athöfnum.
36 Ilíonskviða 1.4, 22.42, 22.335, 23.21, 24.409; Æskylos Meyjar í nauðum 800,
Sjö gegn Þebu 1014; Sófokles Antigóna 206, 1017, Ajax 830; Evripídes
Hekúba 1077; Þúkydídes 2.50.2.; Herodótos 1.140.1, 7.10.3, 9.112.
37 Sjá Þeókrítos 10.11 og athugasemd Gows.