Skírnir - 01.04.1997, Page 37
SKÍRNIR
HUNDURINN DÍÓGENES
31
Hundar virða alla góða og gegna siði svo blygðunarlaust að
vettugi að þeir éta meira að segja hrátt kjöt með glöðu geði (t.d.
Hesíodos Guðakyn 311-12 um Kerberos) - en slíkt taldi Aristó-
teles bera vott um siðleysi sem leggja mætti að jöfnu við mannát
(Siðfræði Níkomakkosar 1148b22). Hundar láta sér óhreinindi í
léttu rúmi liggja: þeir grafa eftir fæðu á sorphaugum (Phaedrus
4.17.6) og til er skemmtileg ýkjusaga um konu sem var svo óhrein
að tík nokkur veigraði sér við að þiggja af henni brauð (Difilos
brot 91). Hér fá ýkjurnar aukið vægi fyrir þá sök að eignarréttur-
inn er eitt af þeim gildum siðmenningarinnar sem hundar virða
að vettugi þegar fæða er annars vegar.38 Einstaka dæmi eru til um
að matgræðgi hunda hafi haft góðar afleiðingar. Sagt er að hund-
ur hafi uppgötvað purpuralitinn í Týros með því að bryðja
skeljar sem maður hafði fleygt frá sér (Akkilles Tatíos 2.11.4-7:
maðurinn fór með þær sem skybalon, hundurinn sem hermaion).
Allajafna eru þó matarvenjur hunda afdráttarlaust ógeðfelldar.
Engan skyldi því undra þótt borðsiðum hunda sé ábótavant:
hundar rífa matinn í sig (Aristófanes, Friður 482, 641) og reka út
úr sér tunguna til að drekka (Kallimakkos^/rztnZw 1.83).
Díógenes borðaði hrátt kjöt (t.d. D.L. 6.34) og jafnvel hrá egg
(Ritskýrandi við Lúkíanos, Líf til sölu 7). Hann studdi mannát
(D.L. 6.73; Fílodemos, Um Stóumenn 14.21). Hann borðaði
meira að segja matinn sem skilinn var eftir á krossgötum handa
Hekötu (Lúkíanos, Samræður hinna dauðu 1.1, 22.1), en sam-
kvæmt Plútarkosi var oft hundakjöt í honum (Rómversk mál
111). Til marks um hve ruddalegt þetta þótti er skemmst að
minnast Erysichthons sem fór að betla sér brauðmola á krossgöt-
um, en þótt hann væri aðframkominn af hungri er þess hvergi
getið að hann hafi lagt sér til munns þá fæðu sem þar var skilin
eftir handa Hekötu (Kallimakkos, Sálmur 6.114-15).
Það er aðeins ein undantekning frá átfrekju Díógenesar og
hún er heldur óljós. „Eitt sinn var hann að borða ólífur í morg-
unverð og hafði plakous verið látið saman við þær. Hann kastaði
því frá sér“ (D.L. 6.57); en „þegar einhver fór að hæða Díógenes
38 Æsóp 254; Anaxandrides, brot 40.9 (hjá Aþenajosi 7.55); Aristófanes, Vespur
894-97, Riddarar 415, Longos 3.7.1.