Skírnir - 01.04.1997, Side 38
32
NICHOLAS DENYER
SKÍRNIR
hinn vitra fyrir að borða plakountas, þótt hann væri heimspek-
ingur, sagði hann: „Heimspekingar snerta á öllu“ (Gnomologicum
Vaticanum 743 n. 188). Plakountas eru kökur og Krysippos frá
Týana gefur uppskriftir að þessum kökum og gerir nákvæma
grein fyrir þeim (hjá Aþenajosi 14.57 s. 647). Af frásögn Krysip-
posar má geta sér til að á Grikklandi hafi plakountes verið borðað
eins og sælgæti er borðað nú á dögum. Athugasemd Epiktets
staðfestir þessa tilgátu: „Það setur grát að börnum, þegar fóstran
fer frá þeim; en um leið og þau fá plakountion, hætta þau að
gráta. Eigum við að láta eins og börnin?“ (2.16.25; sbr. 3.12.11).
Hér verður sem sagt árekstur á milli díógenískrar ósvífni sem á
sér engin takmörk, og díógenískrar þrákelkni sem setur mörkin
við sælgæti. Þetta er ekki ósvipað og áreksturinn sem varð á milli
hinnar hundslegu ósvífni sem á sér engin takmörk, og hinnar
hundslegu skarpskyggni sem setur mörkin við hundakjöt, hversu
lævíslega sem kokkurinn felur það.
Þar sem hundar fara svo fúslega yfir öll velsæmismörk, þarf
engan að undra þótt þeir séu fyrirlitnir. Sextos hæðist að and-
stæðingum sínum með því að sýna fram á að samkvæmt þeirra
viðmiðun séu hundar afbragðsskepnur og jafningjar manna.39
Hundar eru svo óhreinir að þeim er ekki fórnað til dýrðar nein-
um af Ólympsguðunum, heldur aðeins kþónískum goðmögnum;
Hekata hafði sérstakt dálæti á hundum (Evripídes brot 698); og
langflestir Grikkir fórnuðu hundum í því skyni að láta hreinsast
(Plútarkos, Rómversk mál 111 og 68). Hundar eru ekki fyrirlitnir
í Afríku. Ættbálkur í Eþíópíu, Ptoemfanar, hefur hund að kon-
ungi (Aristokreon hjá Aelianusi, Um eðli dýranna 7.40, Plinius,
Náttúrurannsóknir 6.191); í Kynonpolis við Níl eru hundar
dýrkaðir (Strabon 17.1.40) og þegar hundur drepst á egypsku
heimili, rakar fólkið hár af höfði sér og líkama til vitnis um sorg
39 Pyrrhonískir höfuddrœttir 1.62-72. Takið eftir notkun slíkra kýnískra orða
eins og tetyfömenön (62) og evtelestatou (63). Það er líklegt að þessi tour de
force eigi sér kýnískan uppruna. Að minnsta kosti heldur Sextos því fram að
slíkar hugleiðingar liggi að baki nafngift Kýnika (72). En þótt þær séu kýnísk-
ar að uppruna þá eru þessar hugleiðingar svo gegnsýrðar af hæðnisorðum í
garð stóuspekinnar að þær verða varla nema að litlu leyti raktar alla leið aftur
til Díógenesar: sjá t.d. 66, 71-2 um oikeiósis og 68 um kataleptike fantasia.