Skírnir - 01.04.1997, Síða 44
38
GÍSLI PÁLSSON
SKÍRNIR
geta notað félagsfræðileg siónarmið við rannsóknir á bókmennt-
um“ (1986:134).
I þessari ritgerð verður fjallað um hvernig nota megi íslensk
fornrit til að fræðast um mannlíf hér á landi á miðöldum. Fyrst
verður rætt um gagnsemi fornritanna sem mannfræðilegra heim-
ilda, þá verður vikið að rannsóknum mannfræðinga á samfélög-
um sem telja má hliðstæð eða sambærileg við íslenska goðaveldið,
og að lokum verður hugað að framandleika þess veruleika sem
birtist okkur í fornritunum. Margt hefur verið ritað um framand-
leika á undanförnum árum (sjá t.d. Said 1978, 1989, og Gísla Páls-
son 1993, 1995), og þar hafa mannfræðingar ekki látið sitt eftir
liggja, enda löngum lagt áherslu á rannsóknir á fjarlægum menn-
ingarsamfélögum og framandi lífsháttum.2 Ef til vill er fortíðin
ekki síður framandleg en samtímasamfélög í öðrum heimshlut-
um. Stundum er raunar sagt að fortíðin sé „framandi land“
(Lowenthal 1985). Ef svo er hlýtur að reynast erfitt að varpa ljósi
á þann veruleika sem ritverk frá liðnum öldum greina frá. Að hve
miklu leyti, kann fólk að spyrja, erum við fær um að skilja heim
miðalda með hugtök nútímans ein að vopni?
Sigurður Nordal ýjaði að því fyrir margt löngu, í formála að
íslenskri þýðingu Guðmundar Finnbogasonar á ensku kynning-
arriti R. Maretts um mannfræði (1924:vi), að samanburður á Is-
lendingasögum og mannfræðilegum heimildum kynni að vera
nokkurs virði:
Það væri freistandi að benda á sem flest þeirra atriða í þessari bók, sem
varpa ljósi á nútíðar og fortíðarlíf vor Islendinga. [...] Heilir kaflar, eins
og lög og trúarbrögð, eru þrungnir af efni, sem vekur til slíkrar umhugs-
unar. Einginn, sem kannast við baugatal og Vígslóða Grágásar, getur t.d.
lesið bls. 140 [þar sem Marett ræðir um lög um mannhefndir meðal
„villimanna á lágu stigi“] án þess að finna, hve margt hefur verið líkt með
Islendingum 10. og 11. aldar og Indíánum nútímans.3
2 Rétt er að taka fram, að hugtök á borð við „framandi" slóðir og „önnur“ sam-
félög eru bæði umdeild og varasöm. Líkt og hugtökin frumstæðar þjóðir og
„einföld" samfélög, sem þau leysa af hólmi, eru þau gjarna þjóðhverf og gild-
ishlaðin, afsprengi þeirrar tvíhyggju sem festi rætur í kjölfar vestrænnar ný-
lendustefnu og aðskildi „okkur“ og „hina“.
3 Sigurður segir í formála sínum (bls. v) að hann hafi kynnst bókarhöfundi, R.
Marett, í „síðdegis-te“ hjá kunningja sínum í Oxford og hafi Marett látið þess