Skírnir - 01.04.1997, Page 45
SKÍRNIR
FORTÍÐIN SEM FRAMANDI LAND
39
íslenskir fræðimenn hafa lengst af staðist þá „freistingu" sem
Sigurður Nordal gerði að umtalsefni. Islensk fræði, sérstaklega
svonefndur „íslenskur skóli“ (sjá Jón Hnefil Aðalsteinsson 1991),
hafa jafnan leitt hjá sér mannfræðilegar samanburðarrannsóknir á
fornritunum, gott ef ekki örli þar á andstöðu við slíkar
rannsóknir.* * * 4 Islenskir sagnfræðingar og bókmenntafræðingar
hafa haft tilhneigingu til að takmarka greiningu sína á fornritun-
um við goðaveldið sjálft og leiða hjá sér rannsóknir mannfræð-
inga á öðrum samfélögum. Þögnin hvað varðar mannfræðilegar
rannsóknir er áberandi í verkum þeirra. Þá sjaldan þeir hafa hætt
sér út fyrir landssteinana, hefur leiðin nánast undantekningarlaust
legið til Noregs, hins germanska heims eða bókmenntahefðar
Evrópu á miðöldum. Litið hefur verið svo á að samanburður á
sögum norrænna manna á miðöldum og mannfræðilegum frá-
sögnum frá öðrum samfélögum sé bæði gagnslítill og fjarstæðu-
kenndur.
A sama hátt og íslenskir fræðimenn hafa sjaldan hugað að
samanburði við önnur samfélög í rannsóknum sínum á goðaveld-
inu hafa mannfræðingar sjaldnast notað sér íslensk fornrit sem
heimildir. Þannig er varla minnst á íslenska goðaveldið í ritum
mannfræðinga um ættbálkasamfélög og höfðingjadæmi, þótt
fræðimenn hafi stundum talað um herskáa sæfara á Kyrrahafi sem
„víkinga sólaruppkomunnar“ (sjá Kirch 1984:1). Þögn mann-
fræðinga um goðaveldið er fremur sérkennileg ef haft er í huga að
fá samfélög, þar sem ekki er ríkisvald, hafa getið af sér jafn auð-
uga „etnógrafíska“ heimild og íslensk fornrit eru. Breski mann-
fræðingurinn Marilyn Strathern heldur því fram, að þeir sem hafa
stundað vettvangsrannsóknir í Melanesíu hafi verið „furðu treg-
getið að Vilhjálmur Stefánsson, eini íslendingurinn sem hann þekkti, „hefði
setið norður í Eskimóabyggðum heilan vetur, svo að hann hafði ekki aðra bók
til að lesa en þessa Mannfræði“.
4 Andstaðan hefur raunar sjaldan birst á prenti, en stundum má a.m.k. merkja
tortrygginn tón á bak við annars málefnalega gagnrýni. í ritdómi Arnar Ólafs-
sonar (1993) um greinasafnið From Sagas to Society (Gísli Pálsson 1992) segir
að sum erindin „geti verið gagnleg fyrir erlenda mannfræðinga enda þótt þau
séu gagnslítil íslendingum sem þekkja fornbókmenntirnar”. Slíkur tónn er
ekki einskorðaður við íslenska sagnfræðinga og bókmenntafræðinga (sjá t.d.
Marvin Taylor 1994).