Skírnir - 01.04.1997, Side 47
SKÍRNIR
FORTÍÐIN SEM FRAMANDI LAND
41
gjafir, viðskipti og eignarform í tengslum við íslenskar fornsögur;
Rosalie Wax (1969) kannaði heimsmynd Islendinga; Knut Odner
(1974) notaði sögurnar til að skilja fornleifafræði Vestur-Noregs;
og Victor Turner færði rök fyrir því að Islendingasögur væru
„sérstaklega auðugar etnógrafískar heimildir" (1971:371), þær
væru „fullar af því efni sem mannfræðingar veltu sér gjarna uppúr
[...] á vettvangi“ (bls. 351).
I kjölfar greinar Turners kviknaði lífleg umræða um samfélag
goðaveldisins á meðal mannfræðinga (sjá t.d. Hastrup 1985, Mill-
er 1990, Samson 1991, Durrenberger 1992, Gurevich 1992, Gísla
Pálsson 1992, Jón Hauk Ingimundarson 1995). Kirsten Hastrup,
William Miller og Paul Durrenberger benda á að margar lýsingar
íslendingasagna minni sterklega á mannfræðilegar frásagnir frá
öðrum heimshlutum. Miller kemst svo að orði að íslenskar forn-
bókmenntir „hafi þann kost að þær dragi upp mynd af heimi,
sem svipar mjög til þess sem við vitum að einkenndi önnur sam-
félög sem hafa verið vandlega rannsökuð" (1990:76). Ofugt við
Turner, sem hvarf frá bókmenntum og sneri sér að mannfræði, að
nokkru leyti til þess að geta unnið í samfélagi „ekki of frá-
brugðnu íslandi til forna“ (1971:351), fengu Hastrup og Durren-
berger áhuga á sögunum í framhaldi af mannfræðinámi. I tilviki
Durrenbergers hafði vettvangsrannsókn í Tælandi úrslitaþýð-
ingu: „íslendingasögur hljómuðu trúverðuglega í mín eyru vegna
þess að ég hafði búið í samfélagi þar sem nornir, seiðmenn,
draugar, og blóðhefnd [...] voru hversdagslegur veruleiki"
(1992:4).
Líta má á íslenskar fornbókmenntir sem minniskompur af
vettvangi, eins konar ferðalag inn í fortíðina í fylgd leiðsögu-
manna. En á sama hátt og mannfræðingar reyna að svara mis-
munandi spurningum með aðstoð heimilda sinna af vettvangi,
nálgast þeir sem rannsaka fornsögurnar texta sína með ólík sjón-
armið í farteskinu. Sumir leggja áherslu á leitina að táknrænum
kerfum og beina sjónum sínum að reglum samfélagsins („menn-
ingu“ eða mentalité), gjarna að hætti strúktúralista (sjá Durren-
berger 1982, Hastrup 1985 og Linke 1992). Aðrir hafa hins vegar
freistað þess að laða fram úr textanum hversdagslíf fólks. Aug-
ljóslega er mikill munur á sögum og lífinu sjálfu. Þeir sem stunda