Skírnir - 01.04.1997, Page 50
44
GÍSLI PÁLSSON
SKÍRNIR
1970, Taussig 1980, Galt 1982, Douglas 1991). Sumir mannfræð-
ingar hafa reynt að skilgreina þær kringumstæður sem líklegar
séu til að vekja galdraumræðu; að skýra af hverju slík umræða er
algengari í tilteknum samfélögum en öðrum. Ég hef freistað þess
að beita slíkri greiningu á vitnisburð Islendingasagna (sjá Gísla
Pálsson 1991, 1995). Samkvæmt fornritunum byggðist galdur oft
á mætti talaðs máls. Til forna var litið svo á að tungan væri afar
áhrifaríkt tæki (sjá t.d. Amory 1991, Helgu Kress 1991); fjöl-
skrúðug flóra þeirra orða sem notuð voru um tungumálið (s.s.
mál, orð, rómur, orðrxða, tal, og umræða) gefur til kynna að
landsmenn hafi sína eigin kenningu um áhrifamátt segða - um
það sem nefna mætti „gjörninga með orðum“ (sjá Malinowski
1923 og Austin 1975). Það segir kannski sitt að hugtakið goðorð
vísar í senn til yiirráðasva’ðis goða og orða hans.
Eyrbyggja saga er auðug af upplýsingum um galdur. Galdra-
mál sögunnar hefjast á því að ólán tiltekinnar persónu (maður
slasast, hross finnast ekki o.s.frv.) er rakið til illkvittni nágranna.
Spámaður kemur síðan af stað slúðri um þá sem líklegir eru til að
eiga sökina og í kjölfar þess er einn þeirra sakaður um galdur,
dreginn til dóms og látinn sæta refsingu. Smám saman magnast
deilur þeirra sem hlut eiga að máli upp í fæðardeilur milli tveggja
goða. Með því að taka þátt í slíkum nágrannaerjum og safna liði
meðal ættingja sinna og annarra stuðningsmanna dregst fólk inn í
pólitísk átök goðaveldisins. Um leið eru félagstengsl skilgreind
uppá nýtt.
Tíðni frásagna af ásökunum um galdra kann einnig að gefa
vísbendingu um félagsskipan. I Islendingasögum eru orð sem vísa
til galdra notuð í hvorki meira né minna en 116 skipti, mun oftar
raunar í sumum sögum en öðrum. Algengasta orðið, fjölkynngi,
er notað í 62 tilvikum. Ég hef haldið því fram að þessi háa tíðni
orða endurspegli félagskerfi landsmanna á fyrsta skeiði goðaveld-
isins. Valdakerfi þess tíma var afar óstöðugt, ríkisvaldi var ekki til
að dreifa og slegist var um völd og virðingu. Við slík skilyrði gátu
beinar yfirlýsingar um hverskonar misgjörðir af hálfu nágranna
haft afdrifaríkar afleiðingar. Þær voru því iðulega settar fram
undir rós og án ábyrgðar. Slík niðurstaða er í samræmi við margt
af því sem mannfræðingar hafa sagt um galdur í öðrum „einföld-