Skírnir - 01.04.1997, Page 51
SKÍRNIR
FORTÍÐIN SEM FRAMANDI LAND
45
um“ samfélögum án ríkisvalds, þar á meðal túlkun á svonefndum
afrískum galdri; slíkur galdur er fylgifiskur tvíræðra félagstengsla.
Um Sturlunga sögu gegnir allt öðru máli. Þar er nánast aldrei
minnst á galdur; orðið fjölkunnigur kemur aðeins tvisvar fyrir
(í 50. kafla í Sturlu sögu) og þá í tengslum við sömu persónuna,
þjófinn Þóri fjölkunnga (Sturlunga saga 1988:58). Orðið seiður
kemur nokkrum sinnum fyrir, en er notað sem líking en ekki um
eiginlegan galdur. Önnur orð sem gjarna voru notuð um galdur
er þar ekki að finna. Þessi samanburður á tíðni galdurs í Islend-
ingasögum og Sturlungu er afar sláandi. Hann bendir til þess (að
því gefnu, vel að merkja, að þessir tveir flokkar sagna vísi til
ólíkra tímaskeiða) að ásakanir um galdra hafi gegnt æ minna hlut-
verki eftir því sem leið á 13. öld. Astæðan er líklega sú að pólitísk
skipan goðaveldisins var að breytast. Varla er einungis um áhrif
kristni að ræða, eins og höfundar sagnanna gefa stundum til
kynna; mannfræðirannsóknir í öðrum samfélögum sýna að
kristni og galdur útiloka ekki hvort annað og að ásakana um
galdur verður oft vart þrátt fyrir kristnitöku. Eg hef leitt að því
rök að galdur hafi horfið af sjónarsviðinu um skeið vegna þeirra
félagslegu og pólitísku breytinga sem áttu sér stað, sem að sínu
leyti stöfuðu af innri mótsögnum í tengslum goða og fylgismanna
þeirra. Jarðbundnir þættir á borð við veraldleg auðæfi og her-
styrk réðu einfaldlega úrslitum um örlög manna á Sturlungaöld.
Félagsleg tengsl voru ekki lengur jafn tvíræð og áður og aflsmun-
ur kom í stað samningaumleitana, slúðurs og stjórnkænsku.
Ásökunum um galdra fækkaði þar af leiðandi. Hugmyndin um
galdur gleymdist ekki, en galdramenn og spákonur urðu óþörf
um sinn. Galdur gerði aftur vart við sig síðar, á tímum galdrafárs
á 17. öld, en með nokkuð öðrum hætti.
Menningarlegur samanburður
Hvers konar samfélagi lýsa fornsögurnar? Ýmis hugtök hafa ver-
ið notuð til þess að lýsa þeirri félagsgerð sem varð til í kjölfar
landnáms, þar á meðal fríríkið (Free State eða Fristat) sem margir
norrænir fræðimenn hafa notað, hugtakið þjóðveldi sem íslenskir
fræðimenn hafa gjarna aðhyllst og orðið goðaveldi sem hér er