Skírnir - 01.04.1997, Page 55
SKÍRNIR
FORTÍÐIN SEM FRAMANDI LAND
49
hafa hins vegar bent á að fá samfélög í Melanesíu falli vel að lýs-
ingu hans á stórmennum (sjá Lederman 1990). Hið „sanna“ stór-
menni virðist undantekning á þessu svæði fremur en regla. Senni-
lega gengur gagnrýni Maurice Godelier (1986) einna lengst, en
hún er byggð á ítarlegum rannsóknum hans meðal Barúýja á há-
sléttum Nýju-Gíneu. Godelier gerir ráð fyrir nýju hugtaki, „mik-
ilmenni" (great man), til þess að túlka hugmyndir Barúýja um
leiðtoga. Leiðtogar Barúýja, sem sumir hafi trúarlegu hlutverki
að gegna, séu miklir menn en mikilleiki þeirra, andstætt valdi
stórmenna og höfðingja, komi auðæfum lítið sem ekkert við.
Líkan Sahlins hefur einnig verið gagnrýnt frá femínísku
sjónarhorni. Vanalega eru formleg leiðtogahlutverk í höndum
karla í þeim samfélögum sem hér eru til umræðu. Konur kjósa í
sumum tilvikum „að taka þátt í leik ’stórlaxanna“‘ (Lepowski
1990:35), en á hinn bóginn eru aðrar valdaleiðir færar og sumar
þeirra eru opnar konum. Það kann vel að vera að þau félagsform
sem mikilmenni, stórmenni og höfðingjar eru fulltrúar fyrir séu
ekki aðeins pólitísk (M. Strathern 1987, 1988) heldur séu þau fé-
lagskerfi í miklu víðari skilningi. Harvey Whitehouse gerir ráð
fyrir að eiginleikar mikilmenna, stórmenna og höfðingja „vísi til
tiltekinna þátta í hlutverki leiðtoga fremur en ólíkra tegunda
leiðtoga" (1992:120). Hvaða afstöðu sem maður tekur í þessari
kenningalegu þrætu um leiðtoga ætti að vera ljóst að gildi mela-
nesískrar etnógrafíu, frá sjónarmiði þeirra sem fást við rannsóknir
á íslensku fornsögunum, nær langt út fyrir eiginleg „stjórnmál“
og valdaramma karla.
Gagnrýnin á líkan Sahlins beinir m.a. sjónum að hættunni sem
fylgir menningarlegum samanburði og rétt er að hafa hana í huga
þegar íslenska goðaveldið er skoðað. Godelier varar við þeirri til-
hneigingu að þröngva fyrirfram gefnum en óviðeigandi kenning-
um og hugtökum upp á mannfræðileg gögn: „hugtakið stórmenni
[big man] og sú mynd sem Sahlins dregur upp hafa orðið að
áhrifamikilli fyrirmynd, sem stundum vekur skilyrt og ómeðvit-
uð viðbrögð“ (Godelier 1986:172); henni sé jafnvel beitt á samfé-
lög þar sem hún á alls ekki við. Það er kannski kaldhæðnislegt að
svipuðum rökum hefur verið teflt gegn Godelier. Whitehouse