Skírnir - 01.04.1997, Page 63
SKÍRNIR
FORTÍÐIN SEM FRAMANDI LAND
57
Með því að hafna þeim möguleika að fólk móti sína eigin sögu
og ýkja muninn á fortíð og nútíð er orðræða nútímans um fram-
andleika fortíðarinnar, hvort heldur í sagnfræði eða mannfræði,
engu síður fordildarfull en eldri hugmyndir um „frumstætt" fólk.
Ef til vill ættum við að halda okkur fjarri því kalda stríði sem ein-
kennt hefur kenningalega umræðu í mörgum mannlegum fræðum
á undanförnum árum og taka okkur stöðu á tiltölulega hlutlausu
belti, í vissu þess að sagan hafi í rauninni átt sér stað en full efa-
semda um að nútíminn hafi greiðan aðgang að henni. O’Brian og
Roseberry benda á að
meðan tilraunir til að takmarka söguna við ’það sem raunverulega gerð-
ist‘ hafi í för með sér dólgslegan pósitívisma og raunhyggju, leiði tilraun-
ir til þess að takmarka söguna við orðræðu sagnfræðinga til líflausrar
sjálfskoðunar þar sem horft er framhjá þeirri merkingu sem fólk hefur
lagt í líf sitt með því tungutaki sem það hefur sjálft tamið sér. (1991:12)
Því má halda fram að táknfræðileg nálgun í anda mannfræð-
inganna Franz Boas, Cliffords Geertz og Claudes Lévi-Strauss
hljóti að gera ráð fyrir vitsmunalegum reglum eða formgerðum
utan og ofan við daglegt líf. Samkvæmt þessu sjónarmiði eru ger-
endur fornsagnanna, persónur þeirra, einungis fangar læstir í
byrgjum miðaldamenningar, andlegri umgjörð sem þeir bjuggu
ekki sjálfir til. Ymsir kenningasmiðir í mannfræði og félagsvísind-
um, m.a. Pierre Bourdieu, standa fast á því að ekki megi missa
sjónar á gerandanum, á hvern hátt athafnir fólks móti líf þess og
annarra. Þrátt fyrir að spennu gæti milli þessara fræðilegu sjónar-
miða ætti ekki að gera of mikið úr henni í rannsóknum á fornsög-
unum. Ólíkir textar bjóða einfaldlega heim ólíkri greiningu.
Þannig er mikill munur á „goðsagnakenndum“ textum Eddu-
kvæða og „hversdagslegri“ atburðarás Islendingasagna, og hæpið
er að beita sams konar greiningu í báðum tilvikum. Einnig má
nefna að rannsóknir á hversdagslegum athöfnum og menningar-
legum reglum þurfa ekki að útiloka hvor aðra. Sumir fræðimenn
reyna jafnvel að tengja þetta tvennt.
Mannfræðingurinn Paul Baxter hefur sagt að í mannfræði-
rannsóknum „sé oft erfitt ef ekki vonlaust að bregða sér í hlut-
verk áhorfanda, hvað þá hlutverk þátttakanda [...] og því virðist