Skírnir - 01.04.1997, Page 72
66
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Bandaríski bókmenntafræðingurinn J. Hillis Miller heldur því
fram að áhrifin sem endurtekningar í skáldsögu hafi á lesandann
byggi smám saman upp merkingu hennar. Við vitum að saga
verður ekki sönn þó að hún sé endurtekin aftur og aftur, en sé
hún endurtekin fáum við óhjákvæmilega á tilfinninguna að það
sem klifað er á skipti máli af einhverjum ástæðum.* 2
Eins og margir aðrir módernískir höfundar notar Svava
Jakobsdóttir endurtekningar mikið og markvisst í textum sínum.
Hér verða skoðaðar endurtekningar í einni smásögu eftir hana,
sögunni „Kona, naut, barn“ sem birtist fyrst í ritsafninu Draum-
ur um veruleika árið 1977.3 Sama smásaga birtist svo fimm árum
síðar, nokkuð breytt, í smásagnasafninu Gefió hvort öðru og heit-
ir þar „Tiltekt“.4 Eg mun styðjast við síðari gerðina, en ræði þá
fyrri líka hér á eftir.
II
Smásagan „Tiltekt“ segir frá húsmóður sem sest niður til að
koma lagi á myndasafn fjölskyldunnar. Sagan er stutt eða sex og
hálf blaðsíða. Hún hefst á stórum staf og er með hefðbundinni
setningaskipan, stafsetningu og greinarmerkjasetningu að öðru
leyti en því að efnisgrein lýkur ekki á punkti við greinarskil og ný
efnisgrein hefst ekki á stórum staf heldur litlum, þannig að skilin
verða óskýr og sagan rennur áfram eins og hugflæði. Henni má
skipta í tólf hluta og miða við greinaskil.
Sagan hefst á orðunum: „Það verður ekki létt verk að koma
lagi á þetta myndasafn.“(67) A eftir fer eins konar inngangur þar
sem konan hugsar um óreiðuna á myndasafninu og tekur fram
elsta myndakassann.
byggir á kenningum Sigmundar Freuds um „endurtekningaráráttu“ en þessar
kenningar lagði Freud fram í ritgerðinni „Jenseits des Lustprinzips“ (1920).
2 J. Hillis Miller: Fiction and Repetition. Seven English Novels, Basil Blackwell,
Oxford, 1982, 2.
3 Svava Jakobsdóttir: „Kona, naut, barn“ í Draumur um veruleika. Islenskar
sögur um og eftir konur, Helga Kress valdi sögurnar og sá um útgáfuna, Mál
og menning, Reykjavík, 1977.
4 Svava Jakobsdóttir: „Tiltekt" í Gefið hvort öðru, Iðunn, Reykjavík, 1982. Til-
vísanir í söguna vísa til þessarar útgáfu nema annað sé tekið fram.