Skírnir - 01.04.1997, Page 73
SKÍRNIR
TILTEKT í MYNDASAFNINU
67
I öðrum hluta finnur hún fyrstu myndina, mynd af mannin-
um sínum, frá haustinu þegar þau giftu sig fyrir tuttugu og
fjórum árum og konan hugsar: „[...] vorið eftir fæddist fyrsta
barnið“ (67).
I þriðja og fjórða hluta hugsar konan aftur um óreiðuna á
myndasafninu. Það er til háborinnar skammar á annars full-
komnu heimili hennar þar sem regla, myndarskapur og snyrti-
mennska ráða ríkjum.
I fimmta hluta fer konan aftur að horfa á fyrstu myndina af
manninum sínum sem tekin er á æskustöðvum hans fyrir vestan.
Myndin er illa tekin, konan er á leið inn á myndina, hún er aðeins
komin með annan fótinn inn á hana. Konan hugsar um þessa
fyrstu ferð þeirra hjóna vestur fyrir tuttugu og fjórum árum, þar
sem hann „[...] ætlaði að sýna kærustuna sína. Það var í þeirri
ferð sem ég sá nautið" (69).
Hún hugsar um það í sjötta, sjöunda og áttunda hluta hve
óörugg hún sjálf hafi verið í þessari ferð, hvernig hún hafi reynt
að geðjast tengdamóður sinni sem hafi æ síðan hrósað henni
„nótt sem nýtan dag“ (71), klifað á því við aðra hve myndarleg
hún væri enda lifði hún ekki fyrir neitt annað en eiginmann,
heimili og börn. Þannig hafi tengdamóðirin keyrt hana áfram í
hlutverki hinnar fullkomnu húsmóður öll þessi ár.
Aftur horfir konan á myndina af manninum sínum í níunda
hluta og endurtekur: „Það var í þessari ferð sem ég sá nautið“
(71). Síðan kemur lýsing á nautinu sem konan sá. Nautið hafði
verið sótt í næsta þorp til að leiða undir það kú. Þetta er þarfa-
naut og konan furðar sig á þeirri óhemjulegu þörf og krafti sem
knýr rymjandi og fnæsandi dýrið áfram. Hún hugsar um að blik
af þessum „blinda, drambláta krafti“ megi jafnvel sjá hjá feitum,
fölum og hringskreyttum karlmönnum sem eigi mikið undir sér í
Reykjavík samtímans (72).
Þessari lýsingu lýkur snögglega og í tíunda og ellefta hluta
tekur við mynd eða minning konunnar um fæðingu fyrsta barns
síns fyrir tuttugu og þremur árum. Hún liggur með það í fanginu
á sjúkrahúsinu og maðurinn hennar er að koma í heimsókn, kom-
inn með annan fótinn yfir þröskuldinn og inn á myndina - afar
umkomulaus.