Skírnir - 01.04.1997, Page 75
SKÍRNIR
TILTEKT í MYNDASAFNINU
69
túlkun bókmennta og kenningar franska bókmenntafræðingsins
Rolands Barthes um ljósmyndir.5 Það er því ekki hægt að túlka
ljósmyndina, hún er ekki táknræn, hefur engan undirtexta eða
frásögn - hún er bara í krafti sjálfrar sín. Athyglisverð ljósmynd
vekur áhuga okkar en það er eitthvað öðru fremur sem vekur at-
hygli okkar á hverri mynd, einhver „punktur“ segir Barthes, eitt-
hvað sem stingur okkur í augun eða hittir okkur tilfinningalega
fyrir. Þetta „eitthvað" tengist oft tímanum, vegna þess að lífið
sem ljósmyndin sýnir var þar þegar hún var tekin, eitt andartak,
en er þar ekki lengur. Það er horfið, dáið.
Ur því að ekki er hægt að túlka eða útskýra hvað það er við
ljósmynd sem heillar okkur öðru fremur, hvað felst í „punktin-
um“, verður sá sem horfir að leggja frá sér túlkunarvopn sín og
verjur og nálgast ljósmyndina eins og barn, af sakleysi, án fyrir-
fram gefinna hugmynda og líkama, segir Barthes. Halldór Guð-
mundsson efast hins vegar um að hægt sé „að nálgast bókmenntir
svo óspjallaður" (18) og ég efast um að það sé hægt með ljós-
myndirnar heldur.
Ljósmyndin sýnir ekki aðeins hverfulleika augnabliksins og
minnir okkur þar með á dauðann heldur kallar ljósmyndin sjálf á
þennan dauða um leið og hún afneitar honum. Það er ljósmyndin
sem frystir augnablikið, stöðvar tímann, drepur viðfangsefni sitt
með því að breyta því í form eða yfirborð. Við getum vissulega
horft full af meinlætalosta á dauðann í ljósmyndinni, en áður en
að því kemur hefur sá sem tók myndina horft gegnum mynda-
vélaraugað, sviðsett myndefnið, miðað og „skotið“ eins og sagt er
á máli kvikmyndagerðarmanna.
Ofugt við aðra myndlist tuttugustu aldar er megnið af ljós-
myndalistinni epískt. Ljósmyndirnar segja sögu með vali sínu á
myndefni, sviðsetningu, táknum og lýsingu. Allt er þetta merk-
ingarbært og býður upp á túlkun áhorfandans á verki ljósmynd-
arans. Hitt er svo annað mál hvort ljósmyndin hefur einhverja
umframskírskotun, hvort það er eitthvað í henni sem má kalla
„punkt“ eða svartan blett af því að fyrst í stað hvorki getum við
5 Halldór Guðmundsson: „Froskur stingur sér í tjörn - um túlkun og upplifun
listaverka", Tímarit Máls og menningar, 2, 1994, 17.