Skírnir - 01.04.1997, Síða 76
70
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
né viljum tákna það sem vaknar við að sjá hann. Ef mynd truflar
tilfinningalíf þess sem horfir á þennan hátt eru hans fyrstu við-
brögð að varpa af sér hinni „saklausu“ nálgun og reyna með
öllum tiltækum ráðum að útskýra hvað felst í punktinum. Þetta
sjáum við bæði Roland Barthes og Halldór Guðmundsson gera í
umræddri grein og þetta reynir konan í sögu Svövu Jakobsdóttur
„Tiltekt" líka að gera.
I fyrri hluta smásögunnar byggist upp mögnuð spenna í text-
anum kringum myndasafnið. Hver mynd sýnir löngu liðna há-
punkta fjölskyldulífsins, „frosin“, kyrrstæð brot af lífi sem eitt
sinn var lifað. Konan veit að á bak við hverja mynd er síkvik og
óendanleg vinna húsmóður sem aldrei er búin að elda eða þrífa
nógu lengi og nógu vel þó að hún hafi varið til þess allri sinni
orku alla sína ævi. Andstæðurnar á milli dauða og lífs, kyrrstöðu
og hreyfingar, myndar og veruleika byggja upp heiftarlega
spennu kringum fyrirbærið „mynd“ í fyrsta hluta textans en það
slaknar á þeirri spennu þegar konan fer að túlka myndirnar, gefa
þeim merkingu, gera þær lifandi (aftur) og túlka þar með „punkt“
mikilvægustu myndanna. Þá myndast jafnframt ný spenna í text-
anum.
IV
Onnur endurtekning felst í sagnorðum sem tengjast hinu sjón-
ræna en höfða til merkingarsviða eins og virkni eða aðgerðaleysis,
kvalalosta eða meinlætalosta, sjónfróunar eða sýnihneigðar.6
Þetta eru sagnirnar „að sjá“, „sjást“, „sýnast", „sýna“, „skoða“,
„líta“, „horfa“, „kíkja“, „blína“, „fylgjast með“ og „snuðra
uppi“. Sagnir sem vísa til sjónar koma fyrir tuttugu og fimm
sinnum, en orð sem vísa til hins gagnstæða eða þess að vera blind-
ur koma fyrir fjórum sinnum.
Menn horfa hver á annan, mæla hver annan út með augunum,
meta hver annars styrkleika og breyta hver öðrum í viðfang
6 Hugtökin „sjónfróun" (þ. Voyeurismus, e. voyeurism) og „sýnihneigð"
(þ. Exibitionismus, e. exhibitionism) eru virk og óvirk form sterkrar kynferð-
islegrar löngunar eftir að horfa á eða láta horfa á sig en Freud tengir þetta af-
brigðilegri kynhegðun.