Skírnir - 01.04.1997, Page 77
SKÍRNIR
TILTEKT í MYNDASAFNINU
71
augnaráðs síns. Heimspekingar eins og Jean-Paul Sartre hafa talað
um baráttu hugveru og viðfangs í þessu sambandi en Jacques Lac-
an bendir á að augnaráðið sé ekki aðeins tæki í valdabaráttu, hug-
veran eigi tilurð sína augnaráði annarra að þakka. Valdbeitingin og
hlutgervingin sem geti falist í augnaráðinu eða „glápinu“ sé ekki
nauðsynlegur fylgifiskur þess að sjá aðra og vera séður af þeim,
heldur sé það menning og samfélag sem leggi misnotkunina til.7
Konan í „Tiltekt" er séð en hún er langt frá því að vera öll þar
sem hún er séð. Kærastinn hennar sýnir hana og heimili þeirra
verður eins og sýningargluggi þar sem allir „skoða“ frammistöðu
hennar sem húsmóður. Þetta vekur og hefur vakið mikla reiði og
bælda árásargirni hjá konunni:
Nei, það er ekki að spyrja að myndarskapnum í mér og því í fjáranum
þarf fólk annars að vera að spyrja að því? Hvað þarf það að vera að róta í
einkalífi manns? Horfandi kringum sig á gljáfægð borð og útsaumaðar
stólsetur og kíkjandi í hvert horn, hvergi rykkorn, hvergi drasl út um allt
þrátt fyrir börnin. Það er hægt að ganga nærri manni á þennan hátt.
Hvað er fólk eiginlega að reyna að snuðra uppi þegar það er að skoða
snyrtimennskuna hjá manni. (69)
Það er alltaf verið að meta þessa konu og hún er alltaf að meta
sjálfa sig eins og hinir gera. Hún sér annað fólk og sér sjálfa sig
utan frá samtímis með þess augum en þetta tvöfalda, geðklofna
augnaráð kemur óhugnanlega oft fyrir í bókmenntum kvenna.8
Konan upplifir sig sem viðfang í sínu eigin lífi. Aðeins sex sinn-
um í sögunni „sér“ konan eitthvað sjálf; hún sér nautið og mann-
inn sinn.
Þriðja endurtekningin í sögunni eru andstæðar sagnir, það er
„að muna“ og „að gleyma“. A hvaða minningar eða myndir kalla
gömlu ljósmyndirnar? Hverju höfðum við alveg gleymt? Hverju
héldum við að við hefðum gleymt en mundum þó? Gleymdum
7 Sjá Dagný Kristjánsdóttir: Kona verðurtil. Um skáldsögur Ragnheiðar Jóns-
dóttur fyrir fullorðna, Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands og Háskóla-
útgáfan, Reykjavík, 1996, 82-86.
8 Sjá Helga Kress: „Kvennabókmenntir“ í Hugtök og heiti í bókmenntafraði,
Jakob Benediktsson ritstýrði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands, Mál
og menning, 1983, 154.