Skírnir - 01.04.1997, Page 78
72
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
við því af því að við vissum ekki þá að það myndi skipta máli
seinna? I sögunni „Tiltekt" hafði konan alveg gleymt myndunum
af manninum og hér koma yfirskipaðar endurtekningar til skjal-
anna eða frásögn myndanna þriggja í texta konunnar.
V
Fyrsta og elsta myndin í hjónabandssögunni sýnir manninn
standa fyrir miðju „við húshornið heima hjá sér og í baksýn sést í
vöruskemmuna við höfnina og bátur úti á firði sýnist mér“ (69).
Það er þrítekið að hann eigi heima þarna, þetta sé hans heimur og
konan sé aðeins komin hálf inn í hann. I næsta kafla segir konan
frá því hvernig hún er tekin inn í heim mannsins. Lýsingin ein-
kennist fyrst af óöryggi („hamast", „þjóta upp eins og óð“), síðan
af sársauka og uppgjöf („þola“, „vera keyrð áfram“, „vera kúg-
uppgefin", 70-71).
Næsta mynd er af nautinu en það er ekki ljósmynd heldur
minning, greipt í huga konunnar eins og ljósmynd og tengist
myndinni af manninum. Hvað er sameiginlegt með þessum
myndum? Því er fljótsvarað: Þær eiga ekkert sameiginlegt. Að
minnsta kosti ekki í fljótu bragði.
J. Hillis Miller telur að til sé tvenns konar gagnólíkur skiln-
ingur á endurtekningunni. Þann fyrri kennir hann við gríska
heimspekinginn Platon en þann síðari við þýska heimspekinginn
Nietzsche. Hillis Miller segir að það sem einkenni hina platonsku
endurtekningu sé sú forsenda að tvö fyrirbæri geti verið svo lík
að eitt geti orðið eftirmynd annars. Ef við gerum ráð fyrir að
bókmenntirnar spegli veruleikann, að hægt sé að búa til heim úr
orðum sem líkist eða sé sambærilegur við einhvers konar raun-
heim, höfum við gefið okkur að til sé samanburðargrundvöllur
og tengsl á milli A (texta) og B (veruleika).
Nietzsche talar um annars konar endurtekningu sem byggist á
því að engin tvö fyrirbæri, A og B, séu lík, sambærileg eða geti
speglað hvort annað. Oll fyrirbæri séu einstök. En hvernig er þá
hægt að bera þau saman? Það er hægt, og við erum alltaf að bera
slík fyrirbæri saman, en hin innri tengsl á milli þeirra eru
persónubundin, órökleg og jafnvel ólýsanleg. Draumar okkar