Skírnir - 01.04.1997, Page 79
SKÍRNIR
TILTEKT í MYNDASAFNINU
73
mora af slíkum tengingum. Enginn myndi kippa sér upp við yfir-
lýsingu eins og þessa: Mig dreymdi sokk í nótt. Það var komið
gat á hann og í draumnum varð ég mjög hrædd um að mamma
væri orðin veik.
Freistandi er að lýsa þessari óröklegu endurtekningu enn frek-
ar með kenningum austurríska sálgreinandans Sigmundar Freuds
um móðursýki, en Freud taldi að móðursýkissjúklingar hefðu
alltaf orðið fyrir sálrænu áfalli í bernsku. Oftast orsakaðist áfallið
af einhvers konar kynferðislegri misnotkun eða yfirgangi, sem
átti sér stað meðan barnið var of ungt og óþroskað til að vita
hvað var að gerast. Það sem gerst hafði var skráð í vitundina en
var án merkingar. Mörg ár og áratugir gátu liðið og allt var með
kyrrum kjörum. Þá gerðist mögulega eitthvað sem engu máli
skipti, manneskjan missteig sig eða varð fyrir einhverju óvenju-
legu sem leysti móðursýki, geðtruflun og lömun úr læðingi.
Hvað var það þá sem orsakaði sjúkdóminn? Ekki hið uppruna-
lega áfall (A), ekki nýi atburðurinn sem leysti hann úr læðingi
(B), heldur sú þekking, reynsla og tími (C) sem orðið höfðu til á
milli A og B og gat nú gefið upprunalega atburðinum merkingu.9
Þýski bókmenntafræðingurinn Walter Benjamin kallar þetta
millisvið, þar sem merkingin verður til, „mynd“ (das Bild) og þá
skulum við hafa í huga að hugtakið „mynd“ þýðir á íslensku
bæði „myndverk" og „myndhverfing" en það síðara felur í sér
hreyfingu, eitt fyrirbæri hverfist yfir í annað og úr verður ný
mynd, þriðja merkingarsviðið.
I viðtalinu „Hvert einasta orð er mikilvægt“ talar Svava
Jakobsdóttir um minni sem sé óháð hinum röklegu ferlum og frá-
sagnarlögmálum sem við fellum minningar okkar venjulega inn
í.10 Hún kallar þetta „tilfinningaminni" og um margt minnir lýs-
ing hennar á þessu fyrirbæri á hina óröklegu endurtekningu sem
hér hefur verið talað um. Það er trú mín að þessi nietzscheanska
endurtekning sé ákaflega sterkt einkenni á mörgum helstu verk-
9 J. Hillis Miller: Fiction and Repetition, 9. Sjá einnig Jean Laplanche: Life and
Death in Psychoanalysis, The John Hopkins University Press, Baltimore og
London, 1970, 35-42.
10 Dagný Kristjánsdóttir: „Hvert einasta orð er mikilvægt. Viðtal við Svövu Jak-
obsdóttur", Tímarit Máls og menningar, 3, 1990, 9-10.