Skírnir - 01.04.1997, Síða 80
74
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
um Svövu og ef til vill megineinkenni hennar sem rithöfundar.
Óröklegar endurtekningar má finna í mörgum smásagnanna og
skipta meginmáli í sögum eins og „Endurkomu“ og „Fyrnist yfir
allt“ í Undir eldfjalli (1989).11 í Gunnlaðar sögu (1986) verður
„tilfinningaminnið“ til þess að dóttir og móðir hafna þeirri rök-
legu túlkun og endurgerð á fornri menningu og goðsögnum sem
við höfum tekið sem gefna. Upp af þeirri mynd-hverfingu sprett-
ur ný þekkingarfræði, ný og heillandi mynd.
Walter Benjamin hefur fjallað um „tilfinningaminni“ Marcels
Proust og þær tvær tegundir endurtekningar sem einkenna verk
hans. Benjamin segir: „Ef Penelopa rakti upp um nætur það sem
hún hafði ofið að deginum, gerir Proust hið gagnstæða í skrifum
sínum. Hann vefur á næturnar og rekur upp á daginn.“12 Benja-
min greinir á milli þess sem við viljum og ætlum að muna rökrétt
að degi til og þeirra ósjálfráðu minninga sem streyma fram í
draumum okkar um nætur. Síðara ferlið kýs Benjamin að kalla
„gleymsku".
I draumunum eru sviðsettir og leiknir dramatískir atburðir
sem aldrei hafa átt sér stað og gætu jafnvel ekki átt sér stað í því
formi sem draumurinn býður upp á. Þar er endurtekin raunveru-
leg reynsla, líf sem hefur verið lifað, öfugt við þær skipulögðu,
ritskoðuðu og þar með tilbúnu endurminningar sem við munum
að degi til og teljum okkur trú um að séu fortíð okkar og að
einmitt svona hafi hitt og þetta gerst.
„Það sem skiptir máli fyrir minni rithöfundarins“, segir
Benjamin, „er ekki það sem hann hefur upplifað, heldur það að
vefa vef sinn áfram, minningar Penelópu. Eða ætti maður frekar
að segja gleymsku Penelópu? Standa hinar ósjálfráðu minningar
Prousts, mémoire unvoluntaire, ekki nær gleymsku en því sem
við oftast köllum minni? Og eru það ekki þessar ósjálfráðu minn-
ingar þar sem minnið er ívafið og gleymskan er uppistaðan,
hliðstæða við verk Penelópu fremur en eftirlíking á því?“13
11 Sjá Kristján B. Jónasson: „Endurkoma" í Tímariti Máls og menningar, 3,
1990, 15-21 og Soffía Auður Birgisdóttir: „Á mörkunum“ í Jóni á Bxgisá, 3,
1997.
12 J. Hillis Miller: Fiction and Repetition, 6-7.
13 J. Hillis Miller: Fiction and Repetition, 7.