Skírnir - 01.04.1997, Page 83
SKÍRNIR
TILTEKT í MYNDASAFNINU
77
um líf konunnar lýsa tilveru þjónsins. Myndin af eiginmanninum
og nautinu eiga ekkert sameiginlegt á yfirborðinu en eftir tuttugu
og fjögurra ára þjónustustörf sér konan þetta sem sömu myndina.
Svo kemur þriðja myndin af konunni með frumburð sinn,
snöggt og ótengd inn í textann strax á eftir nautsmyndinni. Sú
mynd sem jafnframt er síðasta mynd sögunnar er ekki ljósmynd
fremur en myndin af nautinu heldur minning sem kallast fram í
hugrenningatengslum eins og sú fyrri. Ef hið fallíska vald tengir
tvær fyrstu myndirnar má ætla að þriðja myndin tengist þeim
annað hvort sem framhald á þeim og endurtekning eða sem eins
konar mót-mynd, mynd af annars konar valdi eða valdaleysi.
I fyrri gerð sögunnar, „Kona, naut, barn“, frá árinu 1977, ein-
kennist þriðja myndin af mikilli árásargirni. Eiginmaðurinn kem-
ur inn í herbergið þar sem konan liggur með nýfæddan frumburð
þeirra og konan fyllist af:
snöggri heift: hvað var hann að gera hingað? Hann var aðskotadýr. Við
þurftum ekki lengur á honum að halda. Tilgangi hans var lokið. Svo
fylltist ég ofboði yfir sjálfri mér og þessum hugsunum mínum. Þetta var
faðir barnsins. Og maðurinn minn. Og ég hafði hafnað honum. Ég hafði
ekki þrek til að horfa framan í hann þegar hann nálgaðist. Birtan skar
mig í augun þegar ég leit undan og út um gluggann. Sektarkenndin
hvolfdist yfir mig og það hugboð laust mig hvort ég yrði að gjalda fyrir
þetta með lífi mínu
ég veit ekki... það verður ekki létt verk að koma lagi á þetta mynda-
safn.14
Þetta sambland af ofsóknaræði og stórmennskubrjálæði er vel
þekkt úr sálarlífi nýbakaðra mæðra. Julia Kristeva hefur sýnt
fram á að þessar tilfinningar eru báðar fólgnar í goðsögunni um
Maríu mey sem fæddi son sinn eingetinn eftir að heilagur andi
hafði lokið sínu hlutverki og látið sig hverfa. Goðsögnin um
Maríu felur í sér málamiðlun eða sáttatillögu sem kemur til móts
við dulvitaða þrá nýorðinna mæðra sem vilja eiga börn sín einar,
umfaðma þau og gera sjálfar sig eilífar í hinu nýja lífi barnsins.15
14 Svava Jakobsdóttir: „Kona, naut, barn“ í Dranmi um veruleika, 153.
15 Julia Kristeva: „Stabat Mater“ í Toril Moi (ritstj.): The Kristeva Reader, Basil
Blacwell, Oxford, 180-81.