Skírnir - 01.04.1997, Page 86
80
ELEONORE M. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Sjúkdómurinn sem hér um ræðir nefnist geðklofi (schizo-
phrenia). Þetta er efnaskiptasjúkdómur sem leggst á heilann og
veldur því að skynjun, tilfinningalíf og þar með sjálf sjúklingsins
klofnar í tvo eða fleiri persónuleika. Talið er að 1% jarðarbúa eigi
við geðklofa að stríða. Ekki er vitað að fullu hvað veldur geð-
klofa, en hann er ekki hreinn erfðasjúkdómur, heldur þarf ytri
áföll til að hann verði virkur. Geðklofa einstaklingar þykja jafnan
skapandi, listræn og viðkvæmir. En samband milli sjálfsins og
verueikans er rofið. Sjúkdómurinn veldur meðal annars ofskynj-
unum og er ekki enn búið að finna við honum lækningu.1
Hvernig er unnt að lýsa heimi geðklofa sjúklings í skáldsögu
án þess að verða óþægilega dramatískur? Hvernig er hægt að um-
flýja stælingu á Gaukshreibrinu en halda þó skopskyninu?
Hvernig má skapa skilning hjá lesandanum og sýna um leið nær-
gætni? Hvernig á að yfirvinna landamörk hins „normala“ og hins
sjúka í tungumálinu? Hér á eftir verður leitast við að sýna með
hvaða hætti Einar Már hefur fundið svör við þessum spurningum
í Englum alheimsins, en það sem einkennir sögu hans öðru frem-
ur er hvernig frásagnarháttur hennar, stílbrögð og bygging stefna
öll að sama marki. Sérstök áhersla verður lögð á að greina
óvenjulega stöðu sögumannsins í verkinu, en hann er a.m.k. tví-
klofinn; sá sem segir söguna og hinn sem gengur í gegnum hana.
Persóna og engill
Englar alheimsins eru sagðir í fyrstu persónu eintölu af sögu-
manni sem lætur lesendur ekki velkjast í vafa um að hann er dá-
inn. Hann staðhæfir snemma í bókinni „að enginn ætti að skrifa
ævisögu sína fyrr en ævi hans er öll“ (15) og bætir við skömmu
síðar að hann hafi staðist þá kröfu sína; hann hafi tekið pokann
sinn og yfirgefið þessa jarðvist.2
1 Hér styðst ég við eftirfarandi heimildir: Jaqueline M. Atkinson: Schizophrenia. A
Guide for Sufferers and their Families. Wellingborough 1985 og Verena Corazza,
Renate Daimler, Andrea Ernst, Krista Federspiel, Vera Herbst, Kurt Langbein,
Hans-Peter Martin og Hans Weiss: Kurshuch Gesundheit. Beschwerden und
Symptome. Krankheiten. Untersuchung und Behandlung. Selhsthilfe. Köln 1990.
2 Fyrsta vísbendingin er þó enn framar: „ekki [...] fyrr en ég var farinn minn veg“ (12).