Skírnir - 01.04.1997, Síða 88
82
ELEONORE M. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
frá sjálfum sér eftir dauða sinn. Og það gerir hann yfirleitt í
nútíð.3 Þar með myndast eins konar hringrás sem hefst á nýjan
leik þegar Páll stekkur út um gluggann og deyr.
Þessi frásagnarháttur verður skiljanlegri þegar við lítum á hið
flókna samband persónunnar Páls og sögumannsins Páls. Hinn
talandi/skrifandi sögumaður er engill sem rifjar upp mannlíf sitt á
jörðinni. Hann er augljóslega meðvitaður um þessa sérkennilegu
aðstöðu, eins og fram kemur þegar hann ávarpar lesendur eða
íhugar eigin texta: „Já, Ómar svarti, það er endalaust hægt að segja
sögur af honum, töffaranum sem heillaði stelpurnar, sjóaranum
sem missti þrjá fingur, drykkjunni sem ágerðist og tönnunum
sem smám saman voru að hverfa" (215). Sögumaðurinn gefur hér
í skyn að hann viti meira en hann ætlar að segja frá að þessu sinni.
Miðað við yfirskipaða og yfirnáttúrulega stöðu hans ætti hann
að geta séð inn í huga allra persónanna og greint frá draumum
þeirra og þrám. Stundum virðist þó yfirsýn hans takmörkuð. I
eftirfarandi dæmi segir frá viðbrögðum föður Páls þegar hann
heldur á nýfæddum syni sínum (Páll fæðist sama dag og Island
gengur í NATO og hefur faðir hans lent í táragasárás lögreglunn-
ar fyrir framan Alþingishúsið): „Eg sá ekki betur en tárin
3 Við eigum eftir að sjá að tímasetningar engilsins sem talar eru alls ekki skýrar. Oft
beinir sögumaðurinn athyglinni að tilteknum atburði í fortíðinni og byrjar þá að
segja frá í nútíð en sækir til enn fjarlægari atburða með notkun þátíðar. Þessir síð-
arnefndu atburðir geta legið á tímasviði I, sem er tímasvið megin sögunnar, það er
frá fæðingu til dauða Páls, eða á tímasviði 0, sem liggur framar en tímasvið I, til
dæmis þegar segir af afa Páls eða fyrstu kynnum foreldra hans. Einnig má finna hið
gagnstæða í verkinu: ýmist er bent á atburði sem eru óorðnir þegar hér er komið
sögu en liggja þó á tímasviði I. Slík aðferð er spennuaukandi eins og fram kemur í
eftirfarandi dæmi: „Hann beygir niður Kleppsveginn og brunar í áttina að spítalan-
um, alveg einsog síðar þegar ég sat járnaður aftur í bílnum, nema hvað þetta er eldri
gerð af lögreglubíl" (58). Á meðan hefðbundin sjálfævisaga einkennist af ákveðinni
hér-og-nú stöðu sögumannsins sem myndar endapunkt á tímasviði II (sem liggur
fyrir aftan tímasvið I), vantar algjörlega slíka kyrrstöðu raddarinnar sem talar í
Englum alheimsins. Þannig fáum við engar upplýsingar um tímasvið II.
Hér styðst ég við kenningar Káte Hamburger um Ich-Origo textans sem hún
útfærir í bókum sínum Das epische Prateritum, Deutsche Vierteljahresschrift fur
Literaturwissenschaft und Geistesgeschichte 27 (1953), ritstj. Paul Kluckhohn; og
Die Logik der Dichtung. Stuttgart 1957. Þótt Hamburger hafi beint kenningum
sínum að 3. persónu skáldsögum er hægt að heimfæra þær með breytingum á 1.
persónu frásögur.