Skírnir - 01.04.1997, Page 93
SKÍRNIR
Á LEIÐINNI ÚT ÚR HEIMINUM
87
úr kanaútvarpinu kemur í stað Ameríkuferðarinnar - myndin
lýsir brostnum vonum geðsjúks manns á blindgötu Keflavíkur-
vegarins.
Ferðunum á Klepp fjölgar og Páll kemst þar í kynni við aðra
geðsjúklinga. Sögur Óla, Péturs og Viktors eru sagðar hver fyrir
sig. Grimm örlög leiða þá saman en samband þeirra einkennist af
sambandsleysi. Viktor fyrirlítur til dæmis geðveikt fólk þegar
hann er kominn í ham Hitlers og tengist hinum aðeins á yfir-
borðinu. „Erfidrykkjan" sem hinir eftirlifandi halda á Grillinu
eftir sjálfsvíg Péturs ber ekki einu sinni vott um sanna samstöðu.
Þrátt fyrir öll lyfin og læknismeðferðina tekst Páli ekki að kom-
ast aftur inn í heiminn og lifa eðlilegu lífi. Hann er geymdur á
stofnunum ásamt „rusli" þjóðfélagsins - dópistum, alkóhólistum,
og vegalausum - og verður fyrir ítrekaðri niðurlægingu af hálfu
slíks fólks.
Dag einn stekkur hann úr „háhýsi einverunnar" og bindur
enda á kvöl sína, en þetta skref er afleiðing af löngu ferli: Páll,
flökkumaður tveggja heima, hins „normala" og hins geðsjúka,
hefur ekki fundið rétta veginn, allar tilraunir hans hafa endað á
Kleppi eða öðrum stofnunum. Þess vegna er stökk hans í dauð-
ann samtímis stökk út í „normalítetið“, því að engillinn, sá Páll
sem segir söguna, er heill á geðsmunum!
Samband hins lifandi og hins libna Páls
Hliðstæða sögumannsins og sögupersónunnar Páls er undirstrik-
uð á síðustu síðu bókarinnar. Þar segir: „Nei, ég er ekki dáinn. Eg
er farinn á sjóinn. Ég sigli bláan sjóinn í hýbýlum föðurins“ (224).
Með stökkinu út um gluggann hefur Páli tekist að flýja þok-
una og myrkrið sem ríkti á meðan hann lifði. Hann er kominn í
þann heim sem hann þráði þegar það rann upp fyrir honum að
hann botnaði ekki í raunveruleikanum:
Þegar ég var lítill drengur voru vísindin aðeins heimatilbúnar hugdettur:
nóttin alda á leið yfir landið, dagarnir tré sem í rótleysi sigldu um höfin,
öll þessi einmana höf sem liðu um hugann og flæddu út í myrkrið.
Þegar ég horfði út um gluggann blasti alheimurinn við mér, öll þessi
dýrð sem ekkert skyggði á nema peran í ljósastaurnum.