Skírnir - 01.04.1997, Page 99
SKÍRNIR ALDUR LANDNÁMS OG GEISLAKOLSGREININGAR
93
sóknar á ósamræminu því Ingrid U. Olsson, sem stýrði rann-
sóknarstofunni þar sem mælingarnar voru gerðar, setti fram „ad
hoc“ tilgátu, sem ég vil kalla hentigátu, til að skýra „of háan ald-
ur“. Undantekningarlítið hafa íslenskir fræðimenn tekið tilgátuna
gilda og hafnað niðurstöðum geislakolsgreininganna því tímatal
Ara fróða er rótgróið og stutt margvíslegum sterkum rökum. Er-
lendir fornleifafræðingar með langa reynslu af C-14 aðferðinni
hefðu hinsvegar vart hafnað svo ítarlegum mælingum án þess að
reyna að komast til botns í málinu. Nú, um tveimur áratugum
síðar, stöndum við enn í nærri sömu sporum. Þetta flókna mál
hefur enn vart verið rannsakað á gagnrýninn hátt, eldri gögn hafa
ekki verið athuguð sem skyldi og ýmis nýrri gögn hafa ekki verið
nýtt. Kristján Eldjárn sagði á Reykjavíkurráðstefnunni árið 1974
um geislakolsgreiningar:
aldrei hefur fornleifafræðin fengið annað eins tæki í sínar hendur og
þessa dásamlegu uppgötvun, sem gerir kleift að aldursgreina fornar minj-
ar. Aldrei hefur lífkerfi fornleifafræðinnar, krónólógían, fengið að sér
rétta aðra eins hjálparhönd. [2]
Nú er þessi hjálparhönd lömuð. Niðurstöðum aldursgreining-
anna í Reykjavík og Vestmannaeyjum er hafnað. Skuggi efasemda
hefur fallið á allar C-14 aldursgreiningar á íslenskum sýnum og á
tímatal Ara fróða. Vandi blasir við íslenskri fornleifafræði og
sagnfræði. Brýnt er að skoða málið vandlega, sagan er okkur
dýrmæt. „Ef tímatalið er ekki í lagi, verður aldrei til sú menning-
arsaga sem er markmið fornleifafræðinnar" [2]. Islenskum vísind-
um og þjóðinni er ekki samboðið annað en að tímatalið sé
kannað til hlítar.
2. Fornleifagröftur í Reykjavík og Vestmannaeyjum
og aldur landnáms
A áttunda áratugnum var unnið að tveimur umfangsmiklum
fornleifaverkefnum, í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. Þegar
styttist í 1100 ára afmæli Islandsbyggðar ákvað borgarstjórn
Reykjavíkur að frumkvæði Páls Líndals, þáverandi borgarlög-