Skírnir - 01.04.1997, Page 102
96
PÁLL THEODÓRSSON
SKÍRNIR
Kolefni, sem er táknað með C, er undirstöðuefni í vefjum
plantna og dýra. Nær allar kolefnisfrumeindir hafa atómmassann
12 og eru táknaðar með C-12 eða 12C. Hlutfallslega örfá atóm eru
af afbrigðinu C-14 (I4C), sem einnig kallast geislakol eða kolefni-
14. Hlutfallið milli fjölda C-14 og C-12 atóma, C14/C12 hlutfall-
ið, kallast C-14 remma eða C-14 styrkur. C-14 atómin eru
óstöðug (geislavirk) og er meðalævi þeirra um 8000 ár. Þau
mundu því ekki fyrirfinnast í náttúrunni ef ný atóm mynduðust
ekki í sífellu efst í lofthjúpi jarðar þar sem geimgeislar breyta
N-14 köfnunarefniskjörnum í C-14 kjarna. Þegar geislakolsatóm
myndast bindast þau fljótt súrefni og mynda kolsýru (C02).
Kolsýran með geislakolinu dreifist síðan um gjörvallan lofthjúp
jarðar og efri lög sjávar. Geislakolsremma andrúmsloftsins hefur
haldist nærri stöðug á liðnum öldum og árþúsundum því aðeins
minniháttar flökt er í aðstreymi geimgeisla.
Þegar blaðgræna jurta breytir kolsýru loftsins í flókin lífræn
efnasambönd með orku sólarljóss, bindast þar einnig C-14 atóm.
Sameindirnar varðveitast lítt breyttar þótt þær fari síðar í gegnum
einn eða fleiri hlekki í fæðukeðju dýra. Nái efnið ekki að rotna
geymast sameindirnar í árþúsundir í leifum jurta og dýra.
Upphafsgildi C12/C14 hlutfallsins, þ.e. þegar lífræna efnið
myndast, verður hið sama í jurtunum og í andrúmsloftinu, óháð
tegund jurtarinnar og vaxtarstað. Vefur í lifandi dýrum - en þau
taka fæðu sína af nýsprottnum gróðri - fær einnig nákvæmlega
sama C-14 hlutfall. I þessari einsleitni C-14 remmunnar í sam-
tímagróðri er falin grundvallarforsenda C-14 aldursgreininga.
C14/C12 hlutfallið, og þar með geislavirkni kolefnisins, er:
(1) óháð tegund, efnaferillinn er hinn sami í öllum plöntum,
(2) óháð hnattstöðu því allar jurtir sækja hráefnið, kolsýruna,
til andrúmsloftsins þar sem vindar og loftstraumar tryggja
fullkomna blöndun í öllu lofthafinu.
En hvað verður síðan um geislavirku atómin eftir að þau hafa
bundist í vef í plöntu eða dýri þar sem þau sitja óbifanleg í árþús-
undir, ef vefurinn varðveitist? Jafnt og þétt, en mjög hægt, um-
myndast C-14 atómin hvert á fætur öðru, helmingur þeirra á um