Skírnir - 01.04.1997, Page 103
SKÍRNIR ALDUR LANDNÁMS OG GEISLAKOLSGREININGAR
97
5700 árum. Frá þeirri stundu að þau hafa bundist í lífrænar sam-
eindir tekur geislavirkni kolefnisins að dvína, því nú fer engin
endurnýjun fram eins og í andrúmsloftinu, vefurinn er sem lokuð
eining. A hverjum 80 árum missa lífrænu efnin 1% af geislastyrk
sínum. Dálítið flökt hefur verið í remmu geislakolsins í andrúms-
loftinu á liðnum öldum en miðað við meðalgildi hennar um-
myndast 13,5 C-14 atóm á mínútu í hverju grammi af kolefni í
nýsprottnum gróðri.
Hvernig finnum við vaxtartíma t.d. birkihríslu þegar kolefni
hennar gefur 11,8 ummyndanir á mínútu á gramm af kolefni?
Hér vík ég frá hinni hefðbundnu lýsingu á C-14 aðferðinni. Við
leitum einfaldlega að sama geislastyrk í árhringjum í nægilega
langlífu tré, í okkar tilviki í tré sem spratt af fræi sínu fyrir land-
námsöld og hefur lifað fram til þessa dags. I Bandaríkjunum hafa
fundist lifandi tré sem eru um 4000 ára gömul. Viðbót hvers árs
má sjá í árhringjum og með því að telja þá frá yfirborði í nýfelldu
tré, má finna aldur hvers árhrings. Þeir geyma það lífræna efni
sem blaðgræna trésins vann úr kolsýru andrúmsloftsins viðkom-
andi ár. Enginn flutningur kolefnisatóma er milli árhringja, jafn-
vel ekki á 4000 árum. Árhringur sem bættist við þetta langlífa tré,
til dæmis árið 874, hafði þá nákvæmlega sömu C-14 remmu og
vaxtarhringur sama árs í birkihríslu sem landnámsmaður notaði
til eldiviðar.
Ur þessum trjám hafa verið tekin sýni til mjög nákvæmra
mælinga á C-14 geislavirkni hverra 10 samliggjandi árhringja, frá
nútímanum og þúsundir ára aftur í tímann. Mælingarnar hafa
fært okkur kvörðunarferil C-14 aðferðarinnar og hann gefur
okkur aldur sýnis þegar geislavirkni þess hefur verið mæld. Ferill
af þessu tagi er sýndur á mynd 2 fyrir tímabilið 600 til 1000 e. Kr.
I ystu árhringjum trjáa er ummyndunarhraðinn um 13,5 atóm á
mínútu á gramm af kolefni, en lækkar eftir því sem árhringurinn
er nær miðju. I einhverjum árhring, eða árhringjum, finnst gildið
11,8 og fjöldi ytri hringja gefur þá árafjöldann frá vaxtartíma sýn-
isins.
Aldursgreining með geislakoli felst þannig í tveimur þrepum.
Fyrst er C-14 geislastyrkurinn í lífrænum fornleifum mældur
með mestu mögulegri nákvæmni. Sýnin geta verið viðarkol, trjá-