Skírnir - 01.04.1997, Page 105
SKÍRNIR ALDUR LANDNÁMS OG GEISLAKOLSGREININGAR
99
áratugum. Eitthvað hlýtur þá að vera bogið við niðurstöður C-14
aldursgreininganna í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Þar getur
þrennt, og einungis þrennt, komið til.
A. Að kerfisbundin skekkja sé í geislakolsmælingunum hjá
Ingrid U. Olsson.
B. Að foraldur sýnanna valdi hinum háa mælda aldri.
C. Að grunnforsenda C-14 aðferðarinnar, sem gerir ráð fyrir
sama geislakolsstyrk í öllu andrúmsloftinu, standist ekki,
heldur kunni að leynast staðbundin frávik (tilgáta Ingrid-
ar).
Eg vil nú ræða hversu líkleg hver þessara þriggja mögulegu skýr-
inga er.
A. Er kerfisbundin skekkja ígeislakolsmxlingunum*
Kerfisbundin skekkja lýsir sér hér í því að allar geislamælingarnar
gefa ávallt of hátt eða of lágt gildi, venjulega með sama hlutfalls-
lega fráviki. Þegar þess er gætt að skekkjan þarf ekki að vera
nema liðlega 2% til að skýra misræmið, er ekki hægt að útiloka
þennan möguleika því aðrar skýringar, sem koma til greina, eru
ekki síður ólíklegar. Alþjóðlegar samanburðarmælingar hafa sýnt
að kerfisbundin skekkja af svipaðri stærð hefur verið í mælinið-
urstöðum örfárra C-14 stofa. Aldursgreiningarstofan í Uppsöl-
um, þar sem sýnin voru mæld, átti að baki langan og traustan
feril. Staðalsýni voru mæld þar reglubundið til að sannprófa
nákvæmnina og nokkrum sinnum mæld sýni sem aðrar stofur
höfðu aldursgreint, eða aldursgreindu síðar, án þess að misræmi
hafi komið fram. Við þetta má bæta að C-14 stofan í Kaup-
mannahöfn hefur mælt tvö viðarkolssýni frá Reykjavík og gáfu
þau bæði of „háan aldur“, vaxtartíma um 700 e. Kr. (mynd 1).
Kerfisbundin skekkja í mælingunum í Uppsölum verður því að
teljast ósennileg.
B. Veldur foraldur sýnanna hinum háa aldri?
Geislakolsgreining viðarkola gefur vaxtartíma mælisýnisins, en
ekki hvenær viðurinn var lagður á hlóðir, en það er sá atburður
sem fornleifafræðingar vilja tímasetja. Langur tími getur hafa lið-
ið frá vaxtarskeiðinu þar til viðurinn var nýttur af landnáms-