Skírnir - 01.04.1997, Page 126
120
LOGI GUNNARSSON
SKÍRNIR
ég?“ eingöngu með tilvísun til langana og án þess að styðjast við
sterkt gildismat og viðmiðunarramma.16 Er þetta rétt hjá Taylor?
Utangarðsmaðurinn: Ég hef þegar viburkennt að ég hef lent í
kreppu. En ég hef aldrei orðið fyrir því sem kallað er „sjálfs-
kreppa“. Sökum þess hversu mjög menn velta sér upp úr spurn-
ingunni „Hver er ég?“ hef ég hins vegar reynt að ímynda mér
hvernig ég vildi helst svara henni. Mér hafa dottið í hug nokkur
svör en ég skipti sífellt um skoðun á því hvert þeirra mér fellur
hest í geð.
Stundum finnst mér ég vera maður án eiginleika eða, öllu
heldur, eiginleikar án manns.17 Ég hef ýmsar langanir og úr því
að það er ég sem hef þessar langanir geri ég ráð fyrir að þær séu
mínar langanir. En stundum hef ég hreinlega engan áhuga á
þeirri spurningu hverjar af þessum löngunum séu raunverulega
mínar eigin og hverjar ekki. Ég lít einfaldlega á þær sem fyrirbæri
sem koma og fara og hegða mér í samræmi við sumar þeirra og
aðrar ekki.
Stundum er ég í heimspekilegu skapi. Þá velti ég fyrir mér
þeim löngunum sem ég hef haft fram að því og reyni að setja sam-
an umþær sögu sem gæti tengtþær í eina heild. Þegar sá gállinn er
á mér skemmti ég mér einnig við að veltafyrir mér hverjar þeirra
langana sem ég gæti haft í framtíðinni falli hest að þessari sögu.
Slíkar langanir stimpla ég síðan „ mínar“ langanir. En auðvitað er
þetta ekki annað en heimspekilegur skrípaleikur. Mér er fullkom-
lega sama um það hvort ég muni í framtíðinni hegða mér í sam-
ræmi við „ mínar “ langanir eða hvort ég hafi hegðað mér þannig
hingað til.
Stundum er mér að vísu ekki alveg sama. Þá tengi ég sjálfan
mig tilteknum löngunum mínum eða tilteknum sögum um þessar
langanir og tek það nærri mér ef ég hegða mér ekki í samræmi við
þessar útvöldu langanir.18 Mér finnst þá að með því að hrjóta
16 Taylor, Sources of the Self, bls. 29-31.
17 Sbr. Robert Musil, Der Mann ohne Eigenschaften, ritstj. Adolf Frisé
(Hamburg: Rowohlt, 1978), einkum I. bók, 2. hluta, 39.-40. kafla.
18 Sbr. Harry G. Frankfurt, „Freedom of the Will and the Concept of a Person“,
bls. 11-25 í The Importance of What We Care About: Philosophical Essays
(Cambridge: Cambridge University Press, 1988).