Skírnir - 01.04.1997, Page 130
124
LOGI GUNNARSSON
SKÍRNIR
Eins og ég hef þegar sagt felldi ég áðurfyrr sterka gildisdóma. Ég
veit því hvað ég er að tala um. Ég kýs að styðjast eingöngu við
veikt frekar en sterkt gildismat á sama hátt og ég vel klassíska
tónlist frekar en þungarokk. Ég felli enga sterka gildisdóma um
það hvor tónlistin er „betri“, heldur ímynda ég mér hvernig það
er að hlusta á sígilda músík og hvernig þungarokk hljómar. Og
niðurstaðan er alltaf sú sama: Mig langar að heyra Beethoven eða
Bach. Sama gildir um veika og sterka gildisdóma: Það vill bara
svo til að langanir minar hneigjast frekar í átt til veikra gildis-
dóma og ég vel þá á þeim grundvelli. Val mitt er ígrundað, en
eingöngu byggt á löngunum mínum.
Það sem utangarðsmaðurinn vill fá okkur til að skilja með
þessari ræðu er að í hvert skipti sem hann velur á milli kosta er
valið byggt á veikum gildisdómum. Að því gefnu að við föllumst
á að við veljum stundum út frá veikum gildisdómum, þá virðist
ástæðulaust að draga í efa að utangarðsmaðurinn geti sannarlega
alltaf valið með þessum hætti. Hann hefur því gert þá hugmynd
skiljanlega að hægt sé að notast einvörðungu við veika gildis-
dóma, og það sem meira er: Hann hefur einnig sýnt fram á hvern-
ig hægt er að reisa á veikum gildisdómi þá ákvörðun að styðjast
eingöngu við veika gildisdóma.20
Nú mætti andmæla á þá lund að úr því að sá, sem einskorðar
sig við veika gildisdóma, fer eftir styrk langana sinna þegar hann
velur á milli kosta þá hljóti hann að minnsta kosti að telja það
óskynsamlegt að velja einhvern annan kost en þann sem hann
langar mest í. Og er hann ekki þar með að fella sterkan gildisdóm
um það hvað er skynsamlegt og hvað er óskynsamlegt? Gengur
20 Mynd mín af utangarðsmanninum sannar vitaskuld ekki að það sé skiljanlegt
að slíkur einstaklingur sé einnig fær um mannleg samskipti. En mér virðist þó
að myndin af utangarðsmanninum færi sönnunarbyrðina yfir á þá sem telja,
eins og Taylor, að hver sá sem einskorði sig við veika gildisdóma sé ekki fær
um mannleg samskipti; sjá Taylor, „What is Human Agency?“, bls. 28. Sé til-
tekin persóna ófær um mannleg samskipti þá má líklega draga í efa út frá því
að henni sé í sjáfsvald sett að einskorða sig algjörlega við veika gildisdóma. En
hvað sem því líður er rökfærsla mín, um að það sé skiljanlegt að einhver per-
sóna hafi valið að lifa slíku lífi, ekki háð því að gert sé ráð fyrir að persónan
sjálf - til dæmis utangarðsmaðurinn - sé fær um og hafi áhuga á að sýna öðr-
um fram á að líf hennar sé skiljanlegt.