Skírnir - 01.04.1997, Page 143
SKÍRNIR
AÐ SKILJA LÍFIÐ OG LJÁ ÞVÍ MERKINGU
137
manninum lokaðar felur í sér sterkan gildisdóm um það hvað geti
gert lífið merkingarríkt. Það mætti þess vegna halda því fram að
ég hafi í raun gefið mér það sem ég átti að sanna og að ég hefði
þess í stað þurft að styðjast við mælikvarða sem eru óháðir sterku
gildismati. I næsta hluta mun ég sýna að þessi andmæli eiga ekki
við rök að styðjast.
4. Um hlutleysi og endurbxtur
Eg byrja þennan hluta með því að skýra stuttlega hvers vegna ég
tel mig ekki hafa gefið mér það sem ég vil sanna. Þessi stutta
skýring nægir hins vegar ekki til að grafa undan þessum andmæl-
um og því verða í þessum hluta rædd hin ýmsu birtingarform
þessara andmæla og þeim svarað.
Ef ég hefði gefið mér það sem á að sanna hefði ég gefið mér
staðhæfingu S til að sýna fram á réttmæti staðhæfingar S. Það hef
ég hins vegar ekki gert. Markmið mitt var að sýna að notast ætti
við sterkt gildismat. Rök mín fólust í þeim tiltekna sterka gildis-
dómi að utangarðsmanninn skorti mikilvæga leið til að ljá lífi
sínu merkingu. Þau ætti því að skilja sem svo að ég hafi sett fram
tiltekinn sterkan gildisdóm fyrir notkun annarra sterkra gildis-
dóma. Auðvitað verður að meta þennan tiltekna sterka gildisdóm
á sínum eigin forsendum, en ég hef ekki gefið mér S til að sanna
S. Og raunar eru rökfærslur af því tagi sem ég hef beitt algengar.
rök gegn þeirri skoðun að til þess að sýna að við höfum góða ástæðu til að
fallast á siðferðilegt viðhorf þá þurfi fyrst að sýna fram á með hugtökum, sem
eru algjörlega óháð hinu siðferðilega, að fallast eigi á viðhorfið. I stað þessa
staðhæfir McDowell að til að sýna fram á að við höfum góða ástæðu til þess
að fallast á siðferðilegt viðhorf getum við þurft að grípa til raka sem sjálf eru
siðferðileg (John McDowell, „Values and Secondary Qualities", bls. 110-29 í
Ted Honderich (ritstj.), Morality and Objectivity (London: Routledge og
Kegan Paul, 1985); „Critical Notice: Ethics and the Limits of Philosophy. By
Bernard Williams“, Mind 95 (1986): 377-86; „Projection and Truth in Ethics",
(The Lindley Lecture, University of Kansas, 1987); „Might There Be External
Reasons?“, bls. 68-85 í Altham og Harrison (ritstj.), World, Mind, and
Ethics: Essays on the Ethical Philosophy of Bernard Williams (Cambridge:
Cambridge University Press, 1995)). Rökfærslu minni svipar til raka
McDowells þar eð ég geri ráð fyrir að til þess að sýna að við höfum góða
ástæðu fyrir því að fella sterka gildisdóma þurfum við að vísa til raka sem fela
í sér sterka gildisdóma.