Skírnir - 01.04.1997, Page 149
SKÍRNISMÁL
Til hvers er þjóðernisumræðan?
i.
það er vafalaust RÉTT að fyrirbæri eins og þjóð, þjóðarvitund,
þjóðernisstefna, þjóðrækni og sjálfstæði, hafa ekki vafist mjög
fyrir Islendingum. Menn hafa hallast að því, að þeim væri með
náttúrlegum hætti gefinn nokkur skilningur á þvílíkum hugtök-
um. Eða eins og Guðmundur Hálfdanarson segir í nýlegri Skírn-
isgrein sinni „Hvað gerir Islendinga að þjóð?“:
Islendingum hefur aldrei verið tamt að líta á sjálfstæðisbaráttu sína og
þjóðernisvitund sem nokkuð annað en sjálfsagða.1
Hitt er svo ljóst að í þessum efnum lifum við á endurskoðun-
artímum. Á málþingum og í greinum (þ. á m. nokkrum sem birst
hafa hér í Skírni) hafa ýmsir menn, ekki síst sagnfræðingar, minnt
á það, að ekkert er sem sýnist þegar komið er að svo afdrifaríkum
þáttum í allri umræðu um hlutskipti og valkosti Islendinga og
sjálfsmynd þjóðar og pólitísk og menningarleg þjóðernisstefna
eru.
Ástæða er til að fagna slíkri umræðu: þá væri verr farið ef eng-
inn hirti lengur að fjalla og deila um þessi efni. Með henni eru
upp vaktar margar merkilegar og sígildar spurningar, t.d. sú hvort
þjóðernisstefna og sjálfstæðisbarátta Islendinga hafi haft jákvæð
áhrif á efnahagslíf í landinu. Guðmundur Jónsson svarar þeirri
spurningu játandi í Skírnisgrein: ,,[f]æra má rök fyrir því að áhrif
þjóðernisstefnunnar á efnahagslíf hafi verið jákvæð í veigamiklum
atriðum".2 Einhver kynni að segja: vissu fleiri en þögðu þó! En
grein Guðmundar Jónssonar sýnir ágæta vel að slíkt oflæti er
óþarft: það er ekki og var ekki sjálfgefið að þjóðernisstefna nýtist
mönnum til hagsbóta, eins þótt hún hljóti að minnsta kosti að
efla mönnum sjálfstraust til ýmislegra framkvæmda og menntun-
1 „Hvað gerir íslendinga að þjóð?“ Skírnir, 169 (vor 1996), bls. 27.
2 „Þjóðernisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta". Skírnir, 168 (vor 1995), bls.
92.
Skírnir, 171. ár (vor 1997)