Skírnir - 01.04.1997, Page 159
SKÍRNIR
SYNGJANDI STEINN
153
mannlífið veitir engar vonir. Þannig birtir þessi mikilfenglega
dauðamynd í ljóði Jóhanns ákveðinn skilning á dauðanum, án
þess að það sé á nokkurn hátt útskýrt. En lesandinn nemur
myndina ósjálfrátt og þar með skilninginn. I þessu er ekki hvað
síst fólginn galdur mikillar ljóðlistar: myndin talar sjálf og er
dregin af þvílíkum hagleik að hún segir mun meira en orðin ein.
Fyrirbærið skáld er líka í eðli sínu ásýndarlaust, án myndar -
sá þáttur í fari og vitund manns er semur skáldskap. I ljóði Hjart-
ar birtist mynd skáldsins í einni allsherjar myndhverfingu og
nýgervingu. Skáld er syngjandi steinn og það er umhverfið, í
myndhverfingunni brimið, sem gefur því sönginn, söng sem
stefnir í átt til þagnar, hvernig sem menn vilja skilja það. En ljóð-
listin býr yfir þeim mætti umfram aðrar tegundir orðlistar að geta
stefnt inn úr rökvísi hugsunar til innsæis og skynjunar og á þeim
innlöndum mannlegrar vitundar ríkir þögnin, hin óumræðilega,
skapandi þögn. Enda má segja að hnitmiðuð miðleitin ljóðlist
stefni í raun í átt til þagnar.
Rétt er einnig að benda á, að í myndhverfingu skáldsins birt-
ast frumefni sjálfrar tilverunnar eins og þau voru löngum skilin:
steinninn jörð, brimið vatn, stormur loft, - og steinninn er orðinn
til úr eldi. Og nú er komið nokkuð langt mál um tíu orð. Niður-
staðan er sú að ljóðið sé söngur steinsins, og læt ég öðrum eftir að
skilja þá túlkun sínum skilningi.
Sama ár og Haust í Heiðmörk Hjartar Pálssonar kom út sendi
Þorsteinn frá Hamri frá sér Ný Ijóð (1985). Og þar er einnig að
finna ljóð sem heitir „Skáld“. En þegar skáld Hjartar stefnir inn í
þögnina, kemur skáld Þorsteins þaðan:
Þú stiklar með varúð yfir ísabrot hugans
og ótryggar vakir, nístur til hjartarótar;
þú ert á leiðinni, veizt að veizlan er hafin.
Þér var ekki boðið, en staðráðinn ertu samt
að skyggna eitthvað af aldarsvipnum sem mótar
ásjónur gestanna meðan þeir snæða dægrin
og skola þeim niður með stríðsöli drukknu af stút.
Þú stendur við dyrnar þegar þeir ryðjast út.