Skírnir - 01.04.1997, Page 160
154
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
Einnig hér er viðfangsefnið eðli skálds og skáldskapar og aðferðin
myndhverfingar og nýgerving. Engu að síður er ljóð Þorsteins
allt öðru vísi en ljóð Hjartar. Skáldið er ávarpaðý>« og það kemur
innan frá út á vettvang dagsins, langt innan úr hugarfylgsnum
manneskjunnar. Leiðin er torveld og liggur yfir ísabrot hugans og
ótryggar vakir, sem er í senn nýstárleg og haglega nákvæm mynd-
hverfing. Þessa leið verður að stikla með varúð. Skáldið er knúið
af stað innan úr þögninni innan hugans af því að hann er „nístur
til hjartarótar", án þess að það sé skýrt nánar, nema hvað hann
veit af veislu sem honum er ekki boðið til. Hann getur því ekki
verið þátttakandi, en ætlar sér að reyna að skilja forsendur fyrir
hátterni veislugesta, „skyggna eitthvað af aldarsvipnum sem mót-
ar / ásjónur gestanna". Því þetta er ekki venjuleg veisla né venju-
legir gestir, heldur myndhverfing: þessir veislugestir snæða
dægrin og skola þeim niður með stríðsöli.
Og hvernig ber að skilja það? Ö1 stríðsins gæti verið kenning
fyrir blóð og dægrin tákn fyrir tilvistartíma mannsins á jörðinni.
Veisla er stundargaman er líður hratt. Gestirnir eru þá við menn-
irnir sem étum okkar eigin daga og nærumst að auki á blóðferli
okkar gegnum aldirnar. Skáldið stendur álengdar og horfir á, skil-
ur og skráir, er vitnisburður illrar samvisku, græðgi og gáleysis,
getur ekki annað því að hann er „nístur til hjartarótar" af skiln-
ingi sínum. I veislulok stendur hann við dyrnar og horfir á
gestina ryðjast út. Og rétt er að taka sérstaklega eftir sögninni
„ryðjast". Gestirnir eru að forða sér. Hvert er hægt að forða sér
þegar tíminn er uppétinn og allt blóð drukkið? Er þá eitthvert at-
hvarf eftir? Tæpast. Menn stíga ekki svo auðveldlega út úr sínum
eigin hrunadansi. En skáldið horfir á eftir þessum átfreku ruðn-
ingsmönnum reyna að forða sér undan eigin voðaverkum, undan
eigin tortímingu sem þeir hafa kallað yfir sig sjálfir. Honum var
ekki boðið, um hann var ekki skeytt, en vitnisburður hans stend-
ur eftir. Handa hverjum?
Allt ljóðið getur verið ein allsherjar myndhverfing þess sem
gerist innra með manninum. Skáldið er þá persónugerður fulltrúi
fyrir innsta eðli mannsins, innsta kjarna vitundarinnar, sem knú-
inn er fram til þess að reyna að skilja og helst að taka fram fyrir
hendurnar á hinum sjálfhverfa persónuleika, sem einungis hugsar