Skírnir - 01.04.1997, Síða 162
SKÍRNISMÁL
Rasisti, bíll, skilgreiningar
og íslensk orð
bókin Að hugsa á íslenzku er skrifuð af mikilli hugardýpt. En
skemmtilegust er hún þar sem ekki er hægt að vera sammála höf-
undinum, Þorsteini Gylfasyni. Hún veldur heilabrotum um orð
og mál, en það er megin viðfang bókarinnar - og er hægt að ætl-
ast til meira af heimspekiriti? Þorsteinn er málhreinsunarsinni
(eða málræktarmaður, eins og hann kallar það1), og viil að nýyrði
séu gömul íslensk orð sem fái nýja merkingu.2 Hann vill forðast
að taka upp útlend orð, hvort sem það eru slettur eða tökuorð.3
Með bókinni vekur Þorsteinn umhugsanir um þjóðerni orða, og
máls - og í framhaldi af því, efasemdir um að málhreinsun eigi
rétt á sér.
Efasemdirnar stafa af eðli máls og orða. Við munum sjá í þess-
ari grein að orð hafa merkingu, hvort sem hún er „skynsamleg"
eða „tilfinningaleg", enda er sú náttúra þeirra. Hins vegar týnist
merking orðsins stundum í orðinu sjálfu, og þá er gott að nota
nýtt orð, hvort sem það er af erlendum uppruna eður ei. Orð sem
eru almennt brúkuð af Islendingum eru íslensk, og því geta út-
lend orð hæglega orðið hluti af íslensku, rétt eins og nýyrði.
Skilgreiningar
Þorsteini er uppsigað við skilgreiningarsýki, en það er „trú á ná-
kvæmar skilgreiningar“.4 Sjúklingar vilja að orð séu nákvæmlega
skilgreind - helst af nefndum - áður en þau eru brúkuð. Auð-
1 Að hugsa á íslenzku, Heimskringla, Mál og menning, Reykjavík, 1996, bls.
200. Ur greininni „Skáldamál og annað mál“.
2 Að hugsa á íslenzku, bls. 37. Ur samnefndri grein.
3 Að hugsa á íslenzku, bls. 61. Ur „Ný orð handa gömlu máli“. Ég túlka um-
mæli Þorsteins svolítið, því hann lýsir hreintungustefnu Islendinga svo, en
segist ekki beinum orðum vera hreintungusinni. Það skín þó í gegn í allri bók-
inni að honum er annt um þessa stefnu.
4 Að hugsa á íslenzku, bls. 108. Ur greininni „Orðasmíð".
Skírnir, 171. ár (vor 1997)