Skírnir - 01.04.1997, Síða 163
SKÍRNIR RASISTI, BÍLL, SKILGREININGAR OG ÍSLENSK ORÐ
157
vitað hefur Þorsteinn rétt fyrir sér að hluta: orðanefndir eru til
óþurftar. Hitt gleymist að orð tákna fyrirbæri, þó að merkingin
sé stundum ónákvæm. Þannig vita allir hvað maður stendur fyrir,
dauði og líf, eða, svo vitnað sé í Þorstein, hestur og reynitré? Og
auðvelt er að tala um þessi fyrirbæri, segja „maðurinn var grafinn
lifandi en ekki dauður undir reynitrénu sem hesturinn er að éta“,
án þess að þekkja hárrétta skilgreiningu orðanna; sem oft er ekki
til.
En Þorsteinn tekur einnig dæmi af orðinu lýðræði, og spyr hví
honum leyfist ekki að „fullyrða að það sé ekki lýðræði í Ráð-
stjórnarríkjunum án þess að skilgreina lýðræði?".5 6 Hann heldur
áfram og fullyrðir að „skilgreiningin sé allsendis óþörf. Það sem
ég þarf er að geta bent á dæmi um lýðræði, eins og ég get bent á
dæmi um hest og reynitré, með því að segja til dæmis að það sé
lýðræði í Svíþjóð og dálítið öðruvísi lýðræði í Sviss.“7 En ef engin
þörf er á að finna sameiginlega merkingu orðsins með einhvers
konar skilgreiningu,8 þá getur viðmælandi Þorsteins hæglega full-
yrt að það „sé lýðræði í Sviss, og ögn frábrugðið lýðræði í Sví-
þjóð og aðeins öðruvísi lýðræði í Sovétríkjunum", eins og oft var
gert. Þegar Þorsteinn hváir við og spyr hvernig viðmælandinn
leyfi sér að staðhæfa slíka fjarstæðu, þá svarar hinn: „Nei, nei, við
skulum ekki vera að skilgreina þetta neitt frekar." Og Þorsteinn
stendur á gati; annar segir nei, hinn jú, og þeir halda áfram að tala
um tvo ólíka hluti, en halda að um sama fyrirbæri sé að ræða því
sama orðið er notað um þá báða.
5 Að hugsa á íslenzku, bls. 114. Úr greininni „Orðasmíð". Einnig í Þrœtubókar-
korni þeirra Þorsteins, Peters Geach og Eyjólfs Kjalars Emilssonar, Heim-
spekistofnun Háskóla Islands, 1989.
6 Að hugsa á íslenzku, bls. 114. Grein Þorsteins, „Orðasmíð", birtist upphaflega
árið 1991 í bæklingi hjá Háskólaútgáfunni, en væntanlega fyrir 8. desember
það ár, því þá lögðu Sovétríkin upp laupana.
7 Að hugsa á íslenzku, bls. 114.
8 Skilgreining er það að gefa nákvæma merkingu orðs eða setningar. Það er
hægt að gera á ýmsan máta, eins og með því að benda, að skýra með orðum
eða öðrum táknum (rökfræðilegum, stærðfræðilegum eða öðrum). Sbr. t.d.
Anthony Flew: A Dictionary of Philosophy, St. Martins Press, New York,
1979, bls. 80. En svo er spurningin hvort yfirleitt sé hægt að gefa nákvæma
merkingu orða.