Skírnir - 01.04.1997, Qupperneq 164
158
JÓHANN M. HAUKSSON
SKÍRNIR
í sannleika sagt er óþarft að skilgreina sum orð - þ.e. segja
hvað þau merkja - því enginn efast um merkingu þeirra. Allir vita
hvað bíll er og geta talað um bíla. Og ef einhver skilgreinir orðið
rangt og heldur að bíll merki mysing eða gröfu, þá er honum um-
svifalaust bent á villu sína, og gefin rétt skilgreining (sem allir
halda að sé rétt þó að hún geti verið röng); „bíll er maskína úr
málmi, með vél og er á fjórum hjólum og er notuð af fólki til að
ferðast stað úr stað“. Litlu skiptir hvort rétt skilgreining (í ein-
hverri algildri merkingu) sé til eður ei, viðkomandi er bent á það
sem almennt er viðurkennt af (í) samfélaginu.9 Sumir bílar eru úr
plasti ...
En ýmis orð hafa ekki almennt viðurkennda merkingu og eru
mjög umdeild, og eitt þeirra er lýðrœði. Það leggja ekki allir sömu
merkingu í orðið. Skyldi lýðræði vera ákvarðanatökulýðræði,
stofnanalýðræði, eða eitthvað annað, eins og almenn ánægja
þegna samfélagsins með stjórn sína, reglulegar kosningar eða
höfðingjaræði eins og ríkti hér á víkingatímanum.10 Og þessi
óljósu orð verður að skilgreina, að minnsta kosti í grófum drátt-
um, til að samræður um þau þjóni einhverjum tilgangi.
Nú hygg ég að orð séu í sjálfu sér ekkert merkileg, að þau séu
aðeins mismunandi samsett hljóð sem vísa til eða merkja fyrir-
bæri, atburði, eiginleika eða tilfinningar: hús, ganga, dökkur eða
húrra. Það er athyglisvert að skrift getur vísað til merkingar orðs
fyrir milligöngu þess eður ei. Bókstafir okkar merkja hljóð (orð)
sem svo vísa aftur til fyrirbæris. Þannig eru orð sem hafa sama
framburð skrifuð á sama hátt, þó að merking þeirra sé ekki sú
sama.* 11 Orðið kútur er alltaf skrifað á þennan hátt hvort sem það
merkir litla tunnu, flotholt, keng eða barn. Kínverjar hins vegar
9 Hér gefst ekki tóm til að fjalla um hvað þetta „samfélag" sé, og hvernig það
geti viðurkennt eitt eða annað. Segjum að „vilji“ samfélagsins sé vilji yfirgnæf-
andi meirihluta meðlima þess.
10 Þorsteinn Gylfason gerir vænan greinarmun á stjórnskipunar- og ákvörðunar-
lýðræði í Tilraun um heiminn, Heimskringla, Mál og menning, Reykjavík,
1992, 4. kafla.
11 Frá þessu eru örfáar undantekningar, eins og fíll sem borið er fram eins og
fýll, en ekki skrifað á sama hátt - og merkingin er að sjálfsögðu ekki sú sama.
Og svo hafa sum orð sama framburð og sömu merkingu, en eru skrifuð á
ólíkan hátt: íslenska, íslenzka.