Skírnir - 01.04.1997, Síða 166
160
JÓHANN M. HAUKSSON
SKÍRNIR
svipaða, merkingu í sömu orð, bendingar, tónbrigði. Þannig hafa
orð eins og maður, lifa, rauður eða sko og húrra merkingu - þó
að hún sé ekki alltaf mjög nákvæm - nefnilega þá sem viðmælandi
skilur (með abstrakt hugsun eða tilfinningum).17
í íslensku (og svosum öðrum málum líka) blasir sá örðugleiki
við tengingu orðs og fyrirbæris, að orð eru bæði einföld, eins og
dst, bíll eða völlur, en líka samsett: íettjarðardst, bílskúr, flugvöll-
ur. Og hér vandast málið ögn, því þessi orð hafa merkingu, en
líka lýsingu - eða skilning - sem fellur ekki alltaf að merking-
unni.
Samsett orð og óviljandi merking
Morgunstjarnan og kvöldstjarnan merkja stjörnuna Venus, en
skilningur orðanna er „stjarnan sem sést á morgnana“ og „... á
kvöldin". Þessi orð vísa til fyrirbæris, en þeim tengist líka merk-
ing orðanna sem mynda þau. Þessi „tvöfalda merking“ stafar ekki
af neinni tilviljun: orðahlutunum er oft ætlað að skýra fyrirbærið.
Bílskúr er skúr, eða hús, sem ætlaður er til að geyma bíl. Bíl-
skúrshurð er hurðin á slíkum skúr, en ekki á annarri tegund skúrs
eða húss. Þetta fyrirkomulag er oft mjög hentugt, því fólk skilur
merkingu orða sem það hefur aldrei heyrt. Allir vita að eldstós-
pottasleifaskúffan vísar til skúffunnar þar sem geymdar eru sleifar
sem notaðar eru til að hræra í pottum sem kynt er undir á eldstó,
þó orðið sé mín smíð (að því er ég best veit).
Vandinn er að stundum eru samsett orð villandi; þau vísa til
annars fyrirbæris en orðið lýsir, og það getur verið bagalegt.
Þannig lýsir orðið ættjarðarást göfugri og góðri tilfinningu (ást)
sem beinist að jörðinni sem fjölskylda (viðkomandi) á eða hefur
búið á. En orðið vísar til (merkir) samkenndar með þjóð, sem er
hópur fólks sem hefur tilfinningu fyrir því að tilheyra sama hópi.
Víst er þessi samkennd mikilvæg og (oft) öflug, en hún er ekki
17 Hér vísa ég til Max Weber, og sér í lagi til skrifa hans um aðferðafræði félags-
vísinda. Sérstaklega er gott að lesa greinarnar „L’objectivité de la connaissance
dans les sciences et la politique sociale", og „Essai sur quelques catégories de
la sociologie compréhensive", í bókinni Essais sur la tbéorie de la science,
Plon, Paris, 1992.