Skírnir - 01.04.1997, Side 167
SKÍRNIR RASISTI, BÍLL, SKILGREININGAR OG ÍSLENSK ORÐ
161
ást. Að sama skapi tengist þjóð oft jörð, landi þjóðarinnar, en er
samt ekki það sama: Palestínumenn mynda þjóð en áttu sér ekki
land til skamms tíma. Fólk hefur oft búið á sama landsvæði,
„sömu jörð“, án þess að vera af sama þjóðerni. Israelsmenn og
Palestínumenn „elska“ sömu „jörð“, og ættu því, samkvæmt orð-
anna hljóðan, að hafa sömu ættjarðarást, en raunin er allt önnur.
Þjóðirnar eru tvær.
Það sama gildir um orðið kynþáttahatari. Víst hata sumir
kynþáttahatarar fólk af öðrum kynþáttum, en það er sjaldgæft.
Oftar er um fordóma að ræða, eða óljósa óvild - en ekki hatur.
Raunar er grunnur kynþáttahyggju tvíþættur. Annars vegar sá að
álíta mannkynið skiptast í nokkra kynþætti, og hins vegar að
draga ályktanir um viðhorf og andlegt atgerfi einstaklinga af kyn-
þætti þeirra. Því tengjast oftast fordómar, og hvítir kynþátta-
„hatarar“ álíta svertingja gjarnan heimska og lata, gyðinga níska,
Asíubúa eins og maura, o.s.frv. Þetta er auðvitað óttalega bjána-
legt, en það er ekki hatur.
En hvað er til ráða? Ef ekki er hægt að búa til samsett orð án
þess að eiga á hættu að það sé villandi (eða ljótt) eins og
kynþáttasinni, kynþáttafordómari eða eitthvað slíkt, liggur ekki
beinast við að nota orðið rasisti í þessu tilviki, eða patríótismi um
ættjarðarást.18 Orðin eru einföld og hafa ekki aðra merkingu en
þá sem þau vísa beint til; hvorki ást né hatur.
„Hvernig má það vera“, hugsar nú margur maðurinn, „leggur
Jóhann til að við förum að innleiða einhverjar slettur í íslensku?
Utlend orð!“ Það væru jú helgispjöll hér, þar sem nýyrðasmíð
hefur fyrst og fremst haft að marki að halda íslensku máli
„hreinu", forðast slettur, óhreinindi, skít og saur. Þetta fær sagn-
fræðinginn Eric Hobsbawh til að tala um að hér hafi ríkt
18 Rasisti er íslenskuð útgífa orðsins racist. Og það er aftur dregið af race, sem
kemur af skiptingu lífvera í hópa fyrir um þremur öldum. Þannig var ákveðið
að þær lífverur sem gætu átt frjó afkvæmi saman skiptust í tegundir. Þar sem
áberandi munur var á hópum innan sömu tegundar, skiptist hún aftur í kyn-
þætti: race á ensku, frönsku og (örlítið breytt) í þýsku. Kynþáttahyggja er svo
racism (eða racisme): þ.e. racism er skipting fólks í race. Maður sem það gerir
er svo aftur racist.
Patriotism kemur af latneska heitinu pater, sem þýðir faðir, og patria: land
föðurins, föðurland.