Skírnir - 01.04.1997, Page 168
162
JÓHANN M. HAUKSSON
SKÍRNIR
„tungumálaþjóðernishyggja".19 Athyglisvert er að velta fyrir sér
hvernig tungumál getur verið óhreint og orð skítug! En þess í
stað skulum við víkja að því hvort ég vilji gera íslensku útlenda
með því að innleiða slettur. Til að svara því ber okkur að hugleiða
þjóðerni orða. Hvenær eru orð íslensk?
Islenska og lifandi mál
Lítið álitamál er að íslenska er það tungumál sem fólk talar á Is-
landi. Sumir virðast samt þeirrar skoðunar að sönn íslenska sé
það mál sem forðum hafi verið brúkað hér; að síðan hafi allt verið
á fallanda fæti. Þá er horft með rómantískri glýju í augum til
hreins og tærs sveita- eða víkingamáls. En mál landnámsmann-
anna var talsvert frábrugðið því sem við tölum nú, bæði setninga-
skipan og orðaforði, en þó sérstaklega er líklegt að framburður
hafi breyst. Og ef íslenska væri það mál sem víkingar töluðu, þá
stæðum við líka frammi fyrir þeirri þverstæðu að íslenska hafi
verið til í öðrum löndum á sama tíma og hún hafði aldrei verið
töluð á Islandi. Því víkingar töluðu sama mál árið 870, fyrir land-
nám, og árið 900 þegar Island var að fullu numið.
Það mál sem notað var hér þegar íslensk þjóð varð til - þ.e.
fyrir um tveimur öldum þegar íslendingar fóru að hugsa um sig
sem eina heild, þjóð, og öðluðust þá tilfinningu - var að sjálf-
sögðu líkara því sem nú er brúkað.20 En það er athyglisvert að þá
sletti fólk kinnroðalaust dönsku. Orlítið dæmi er orðið ske, sem
var svo fast í málinu að ekki tókst að „hreinsa" það burt fyrr en á
19 Hobsbawn talar um philological nationalism, sem beinist einmitt að því að
halda málinu hreinu (linguistic purity of the national vocabulary). I Nations
and Nationalism Since 1780, Cambridge University Press, Cambridge, 1990,
bls. 56.
20 Varðandi tilurð íslenskrar þjóðar er gott að lesa doktorsritgerð Guðmundar
Hálfdanarsonar „Old Provinces, Modern Nations: Political Responses to
State Integration in Late Nineteenth and Early Twentieth-Century Iceland
and Brittany", sem hann varði við Cornell-háskóla árið 1991. Fjöldi rita fjalla
um tilurð þjóða. Best þeirra eru sjálfsagt Nations and Nationalism eftir Ernest
Gellner, Imagined Communities eftir Benedict Anderson og bókin eftir
Hobsbawn sem ég hef þegar vitnað í: Nations and Nationalism Since 1780.